Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar. Chevise lúða 800 g smálúða (eða...
Category: <span>Fiskur</span>
Sítrusmarineraður skötuselur með vínberjum
Þessa uppskrift fékk ég senda frá einni kunningjakonu sem sagði að hana yrði ég að prufa. Það þurfti sko ekki að pína mig til þess enda féll ég gjörsamlega fyrir hráefnalistanum skötuselur, vínber og sojasósa..naminamm! Meira að segja selleríið sem mér finnst stundum vera yfirgnæfandi gaf í þessari uppskrift frá sér milt og gott bragð...
Sesamlax með wasabi kartöflumús
Þetta byrjaði allt með því að ég stóð í röð.. já eða nei sko ef ég ætla að byrja á byrjuninni að þá byrjaði þetta á flugfreyjuárum mínum hjá Icelandair þegar ég flaug til Minneapolis og fékk þar dásemdar túnfiskssteik með wasabimús í einu stoppinu. Þvílík snilld sem sú máltíð var og er mér enn...
Zucchinipasta með risarækjum & peacanhnetupestó
Okei, okei, þetta er í raun ekki pasta í þeirri mynd sem flestir þekkja, heldur er zucchini rifið niður þannig að það líkist pasta. Þessi réttur hentar því þeim vel sem eru að reyna að auka grænmetisinntöku sína og jafnframt draga úr kolvetnum. Hollur, einfaldur og snilldargóður réttur sem ég mæli með að þið prufið....
Ljúffengi og litríki fiskrétturinn
Þennan fiskrétt fékk ég hjá góðvinkonu minni henni Júlíu Heiðu Ocares en hún er algjör snillingur í að útbúa fljótlega, holla og bragðgóða rétti. Í spalli okkar um daginn barst talið að mat og þá sagði hún mér meðal annars frá þessum einfalda og frábæra fiskrétti sem ég varð að fá uppskriftina að og deili...
Lax með krydduðu hnetukurli
Ég er búin að vera svo ótrúlega spennt að deila með ykkur þessum yndislega fiskrétti. Það er svo gaman að prufa sig áfram með góðan fisk og það kemur mér oft á óvart hversu fiskur getur verið fjölbreytt og skemmtileg máltíð. Með þessari uppskrift getið þið töfrað fram veislumáltíð, lax með krydduðu hnetukurli á ótrúlega...
Bleikja í kókosmjólk
Fagur fiskur í sjó…. Þið þekkið eflaust öll hversu vel chilí, hvítlaukur og engifer eiga saman. Bætið kókosmjólk útí og þið eruð komin með sól og sumaryl í eldhúsið og það í október og toppið það! Þið stjórnið því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn en hér vann ég með hálfan chilí með fræjum og...
Skötuselur með mangósalsa
Fallega litríkur og bragðgóður réttur Fiskur er ekki bara fiskur. Góður fiskur getur verið hinn besti veislumatur sé hann eldaður rétt og á skemmtilegan hátt. Hugmyndirnar eru margar og ég hvet ykkur til að prufa ykkur áfram og gera nýja og spennandi rétti sem innihalda fisk. Þessi réttur er frábær á bragðið, eitthvað sem hentar...
Reyktur silungur með rauðlauk, capers & steinselju
Fljótlegur & frábær smáréttur Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds. Hann er ótrúlega einfaldur í framkvæmd, en alveg dásamlegur á bragðið. Hann hentar vel sem forréttur eða á hlaðborð, jafnvel með smá rjómaosti eða sýrðum rjóma. Hér skiptir mestu að vera með góðan fisk. Reyktur silungur finnst mér passa best við hérna, en vel...
Þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki & kryddjurtasósu
Þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki og kryddjurtasósu Ein af mínum uppáhalds matreiðslubókum er Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur. Þessi uppskriftarbók er frábær, uppskriftirnar eru bragðgóðar, einfaldar í framkvæmd, hollar og girnilegar og allir fjölskyldumeðlimirnir eru jafn hrifnir af matnum sem við matreiðum. Ég get endalaust dásamað þessa bók og hvet ykkur til að kaupa hana ef þið eruð ekki...