10 “hittarar” ársins

Home / 10 “hittarar” ársins

Það er gaman að sjá hversu hratt og örugglega GulurRauðurGrænn&salt hefur vaxið og dafnað á því tæpa 2 og hálfa ári sem þessi matarvefur hefur verið til.  Spennandi hlutir eru framundan sem koma í ljós þegar líður á árið en aðallega höldum við áfram að birta litríkar, ljúffengar og fljótlegar uppskriftir sem eru einfaldar í gerð með von um að ykkur líki vel.

Það er ekki annað hægt en að líta til baka til ársins 2014 og draga fram tíu vinsælustu uppskriftir á því góða ári.  Við þökkum fyrir samfylgdina og höldum áfram að hafa það gaman saman á nýju ári!

1. Vandræðalega góða kjúklingasúpan

IMG_8125
Hef fengið þá spurningu hvernig súpa geti mögulega vandræðalega góð, en þið skiljið það þegar þið bragðið á þessari. Sló þvílíkt í gegn á síðasta ári og mun lifa áfram.

2. Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi

IMG_8817
Það er eitthvað alveg einstakt við hnetusmjör og oreokex og þegar þessi tvö koma saman að þá er það töfrum líkast. Þetta er hollari tegundin af ís og er snilldin ein þegar sykurpúkinn lætur á sér kræla.  Það trylltist allt þegar þessi uppskrifti birtist.

3. Nýbakaðar skonsur á 30 mínútum

IMG_0997

Það er ákveðin nostalgía í því að baka skonsur og þessar eru ofureinfaldar og gómsætar. Ekki skrítið þó lesendur hafi tekið vel í það þegar þessi uppskrift birtist.

4. Trylltu tortillurnar sem tók 7 ár að gera

IMG_2864

Ég fékk uppskriftina af þessum trylltu tortillum hjá vinkonu minni en það tók mig alls 7 ár að láta loksins verða að því að gera þær. En eins og einhver sagði, betra seint en aldrei. Við ykkur segi ég nú samt, gerið þær sem fyrst, þær eru rosalegar!

5. Besta skúffukakan – skúffukaka Ólafíu

IMG_3390

Segi það án þess að blikna, þessi skúffukaka er sú allra besta og einfaldasta enda öllu hrært saman og sett í form, málið dautt. Mjúk og góð og vekur alltaf lukku.

 

6. Kotasælubollurnar sívinsælu

IMG_3780

Þessi uppskrift er fyrir löngu orðin klassíker og einar af allra bestu brauðbollum sem ég hef hingað til bragðað. Ef þú hefur ekki gert þessar verður það að komast á “todo” listann sem allra fyrst.

7. Gratíneraður kjúklingaréttur með beikoni döðlum og hvítlauk
3.13. Grantíneraður kjúklingaréttur

Dásamleg uppskrift sem birtist í fyrstu bók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera og var vinningsuppskrift í samkeppni sem var haldin fyrir útgáfu bókarinnar. Heiðurinn af uppskriftinn á hún Valla sem heldur úti matarblogginu Eldhúsið hennar Völlu. Frábær réttur sem er ofureinfaldur í gerð og vís til að slá í gegn!

8. Púðusykursmarengs með rice crispies og karmellusósu
IMG_5913

Þessari uppskrift var deilt yfir þúsund sinnum á einum sólahring enda skal engan undra púðusykursmarengsinn klassíski kemur hér í sparibúningi með ljúfri og góðri karmellusósu. Saman er þessi blanda ósigrandi!

9. Ítölsk kjötsúpa eins og hún gerist best

ítölsk kjötsupa

Jummí, jummí, juuummmmmmí góð kjötsúpa sem iljar á köldum vetrarkvöldum og veitir góða næringu. Í einu orði sagt frábær súpa og í sérstöku uppáhaldi hjá mér sem og fleirum.

10. Besti kjúklingaréttur EVER

kokoskjulli

Þessi réttur “had me at hello” og svo miklu meira en það. Frábær uppskrift sem hefur allt til brunns að betra til að standa undir titlinum besti kjúklingur EVER.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.