Sykurlaus karmella með möndlum og dökku súkkulaði

Home / Sykurlaus karmella með möndlum og dökku súkkulaði

Það var gaman að finna fyrir góðum viðbrögðum ykkar við uppskriftinni með sætunni frá Via Health, þar sem við gerðum sykurlausa eplaköku með pekanhnetukurli. Það er því ekki úr vegi að endurtaka leikinn og að þessu sinni prufuðum við okkur áfram með sykurlausa karmellu með möndlum og dökku súkkulaði…mæ ó mæ – hún sló gjörsamlega í gegn!

Í staðinn fyrir sykur notum við strásætu með stevíu sem 100% náttúrulega vara, en erýtrítol er unnið úr t.d. perum,melónum og korni. Strásætan hefur sama sætleika og sykur og því er auðvelt að skipta sykrinum út í uppskriftum. Strásætan fæst bæði í Hagkaup og Krónunni. Karmellan sjálf er bæði einföld og fljótleg í gerð en hér er á ferðinni uppskrift sem þið hreinlega verðið að prufa!

IMG_4516-2

 

IMG_4493

 

 

Sykurlaus karmella með möndlum og dökku súkkulaði
250 g smjör
200 g möndlur
220 g Erytríól sæta með stevíu, frá Via Health
1 tsk vanilludropar
¼ tsk salt
200 g dökkt súkkulaði, gróflega saxað
50 g pecanhnetur, saxaðar

  1. Setjið möndlurnar á bökunarplötu með smjörpappír og hitið í 175°c heitum ofni í 10 – 15 mínútur eða þar til möndlurnar eru orðnar gylltar. Takið úr ofninum, dreifið þeim nokkuð jafnt yfir smjörpappírinn og geymið.
  2. Gerið karmelluna með því að bræða smjör í potti og bæta síðan sætunni, vanilludropum og salti saman við. Hitið við meðalhita og hrærið reglulega í blöndunni í um 15 mínútur eða þar til blandan er orðin ljósbrún á lit. Hellið þá karmellunni yfir möndlurnar og stráið súkkulaðinu yfir. Bíðið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og sléttið þá úr því og stráið síðan smátt söxuðum pekanhnetum yfir allt.
  3. Látið karmelluna harðna í að minnsta kosti 2 klst og brjótið síðan niður í hæfilega bita…og njótið.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.