“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu

Home / “Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu

Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt að hugsa ekki til þess í rigningunni sem var í Reykjavík í dag.

Ég fæ kannski ekki góða veðrið alveg á næstunni, en ég get hinsvegar gert góða matinn og það er nákvæmlega það sem ég gerði í kvöld þegar ég skellti í þessar ómótstæðilegu tælensku kjúklingavefjur með rosalegri hnetusmjörsósu…..algjört nommnomm!

IMG_4329
 
Thai style tortilla með kjúklingi, grænmeti og salthnetum í ómótstæðilegri hnetusmjörsósu

Tælenskar kjúklingavefjur
Sósa
5 msk hnetusmjör
2 msk soyasósa, t.d. soy sauce frá Blue Dragon*
2 msk hunang
1 msk chilimauk, minched chili frá Blue Dragon
1 msk engifer, fínrifið
1 msk safi úr límónu

Vefjur
500 g kjúklingur, ég notaði kjúklingalundir frá Rose Poultry
2-3 gulrætur, skornar í strimla
2-3 vorlaukar, skornir smátt
½ kálhaus, t.d.Iceberg
lófafylli af salthnetum (eða eftir smekk)
annað að eigin vali eins og t.d. brokkóli, edamamebaunir og ferskt kóríander
4-6 tortillavefjur

  1. Blandið saman öllum hráefnunum fyrir sósuna í eina skál og hrærið vel saman.
  2. Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnu þar til hann er fulleldaður. Hellið helminginum af sósunni saman við kjúklinginn og blandið vel saman.
  3. Setjið nú vefjuna saman með því að láta smá sósu á tortilluna (má sleppa ef ykkur finnst vera nægileg sósa á kjúklinginum), kál, kjúkling, grænmeti og að síðustu salthnetur og kóríander ef þið bjóðið upp á það.
  4. Berið vefjurnar fram með sósunni sem varð eftir.

 

* Styrkt færsla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.