Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi

Home / Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi

Himnesk bolludagsuppskrift með þessari frábæru uppskrift af vatnsdeigsbollum, nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og uppáhalds súkkulaðibráðinni með hlynsírópi…ummmmmmm.

bolla mynd

Vatnsdeigsbollur með Nizza hnetusmjöri, hindberjarjóma og súkkulaðisírópi
10-12 stk.
80 g. smjörlíki
2 dl. vatn
100 gr. hveiti
hnífsoddur salt
2-3 egg

  1. Setjið smjörlíki og vatn í pott og hitið þar til smjörlíkið hefur bráðnað.
  2. Hrærið hveitinu saman við með sleif þar til það hefur blandast vel saman. Bætið saltinu út í. Takið af hellunni og látið standa í um 15 mínútur eða þar til það hefur kólnað.
  3. Setjið deigið í hrærivélaskál og bætið eggjunum saman við einu í einu og varist að deigið verði of þunnt. Mótið bollur á ofnplötu hulda með smjörpappír.
  4. Setið bollurnar í 200°c heitan ofn og bakið í um 20-30 mínútur. Varist að opna ofninn meðan þær eru að bakast því þá falla þær saman. Bollurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar gylltar og stökkar.

Fylling
1 krukka Nizza hnetusmjör frá Nóa og Síríus

Hindberjarjómi
200 g hindber, frosin
3 msk flórsykur
2 msk sítrónusafi
2 dl þeyttur rjómi

Súkkulaðisíróp
100 g Konsum suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
2 msk rjómi
2 msk síróp

  1. Skerið bollurnar í tvennt og smyrjið neðri hlutann ríflega með Nissa hnetusmjöri. Gerið því næst hindberjarjómann. Afþýðið berin og passið að allur vökvi renni af þeim. Pressið þeim síðan í gegnum sigti þannig að kjarnarnir verði eftir.  Blandið því næst berjamaukinu varlega saman við þeytta rjómann. Sprautið rjómanum yfir nizza hnetusmjörið. Setjið efri hluta bollunnar yfir hinn og lokið.
  2. Gerið súkkulaðisíróp með því að bræða súkkulaði, rjóma og síróp saman og látið síðan leka yfir bollurnar.

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.