Sumarlegt, bjútífúl, bragðgott og brakandi ferskt salat með avacado, agúrku, tómötum og fleira gúmmelaði. Einfalt í gerð og passar vel með kjúklingabringum, steikinni eða hreinlega eitt og sér.
Avacadosalat með agúrku og tómötum
400 g plómutómatar
1 agúrka, helminguð og skorin í sneiðar
½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
2 avacado, skorin í teninga
2 msk extra virgin ólífuolía
2 msk ferskur sítrónusafi
½ búnt ferskt kóríander (eða dill), saxað
1/2 krukka fetaostur (má sleppa)
1 tsk sjávarsalt
1/8 svartur pipar
- Setjið tómata, agúrku, rauðlauk, avacado og saxað kóríander í salatskál.
- Hellið 2 msk af ólífuolíu og 2 msk af sítrónusafa yfir og blandið vel saman. Bætið fetaostinum saman við, ef hann er notaður.
- Stráið salti og svörtum pipar yfir salatið áður en það er borið fram.
Leave a Reply