Grísakjöt og ávextir passa svo vel saman og hér er ég með bragðmikla kalda piri piri sósu og grillaðan aspas með. Þetta er alveg ótrúlega einföld eldamennska og ég held að ég hafi átt hraðamet í eldamennsku kvöldsins. Grísasneiðarnar taka örskamma stund á grillinu enda beinlausar og tilbúnar beint úr pakkningunni. Meðlætið er sérlega einfalt...
Recipe Category: <span>Meðlæti</span>
Kolagrillað lamba prime með grísku salati og myntu chimichurri
Nú er sko sumarið komið og þá skal grillað! Lamba prime-ið frá Goða er alveg framúrskarandi gott, lungamjúkt og hvítlauks og rósmarín marineringin passar sérlega vel við. Ef þið komið því við mæli ég með því að kolagrilla það en það færir lambið upp á eitthvert æðra stig! Ferskt salat með ólífum, feta, rauðlauk, tómötum...
Ceviche – smárétturinn sem slær í gegn!
Ceviche er einn af mínum uppáhalds sumarréttum. Rétturinn kemur upprunarlega frá Perú og felst í því að fiskurinn er látinn marinerast í sítrusvökva, en sýran frá vökvanum eldar fiskinn og gefur honum gott bragð.
Fyllt páskalæri með döðlum, trönuberjum og camembert
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og...
Klístraðir Buffalóvængir með heimagerðri ranch sósu
Mér finnst gott að strá sesamfræum og vorlauk yfir vængina og bera þá fram með kaldri ranch sósu og sellerí.
Heitt kartöflusalat með beikoni og fetaosti
Þetta dásamlega og haustlega kartöflusalat er tilbrigði við þýska útgáfu af kartöflusalati. Þessi réttur getur vel staðið einn og sér sem smáréttur en einnig dásamlegt meðlæti. Nú eru allar verslanir stútfullar af nýjum íslenskum kartöflum og því skræli ég t.d ekki kartöflurnar í þennan rétt. Dressingin passar ótrúlega vel saman við kartöflurnar og fetaosturinn frá...
Djúsí ostafyllt naan brauð með hvítlaukssmjöri
Þessi naan brauðs uppskrift hefur fylgt mér í mörg, mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Hérna er ég hinsvegar búin að fylla þau með mozzarellaosti með hvítlauk og það færir brauðin alveg upp á annað stig. Þvílíkt og annað eins gúrm! Það má vel borða þau bara eins og sér en vissulega eru...
Grænmetisgratín með rjómalagaðri hvítlauksostasósu
Þessi réttur er alveg frábær einn og sér með góðu ristuðu brauði eða sem meðlæti. Hvítlauksostarnir gefa réttinum góða fyllingu ásamt því að gefa honum dásamlegt bragð. Það er snjallt að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum og ekkert heilagt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega hvað það varðar. Ég miða við að grænmetið fylli...
Stórgóðar skonsur með pipar mozzarella og beikoni
Mér finnast skonsur alltaf svo góðar. Hægt að hafa þær sætar eða ósætar og endalaust hægt að finna upp nýjar samsetningar í innihald þeirra. Þessar eru alveg sérlega góðar, bragðmiklar, stökkar að utan en mjúkar að innan með góðu magni af osti og beikoni. Ekkert sem gæti klikkað. Frábærar einar og sér með smjöri eða...
Tahini ídýfa með steinselju og hvítlauk
Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur...
Sultað rauðkál í krukku
Indverskar kjúklingabringur með grilluðu grænmeti og basmati
Á dögunum fékk ég að gjöf fjölsuðupott frá Ninja. Sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég hef sjaldan notað eitt heimilistæki eins mikið og þetta. Þessi pottur sameinar nokkur tæki og það er ansi fátt sem er ekki hægt að gera í honum. Reyndar eru þetta í heild 8 stillingar og hægt...
Ofnbakaðar klessukartöflur með hvítlauks aioli og parmesan
Þessar kartöflur eru bara eitthvað annað góðar! Hvítlauks aioli-ið er gert úr ristaðri graskersfræolíu og það kemur eitthvað brjálæðislega gott umami bragð af því. Þetta er dásamleg tvenna sem hentar með mörgum réttum. Olía unnin úr graskersfræjum er talin hafa góð áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi. Samkvæmt rannsóknum er hún talin hafa bætandi áhrif á hormónabúskap*...
Bláberjasulta & Rifsberjahlaup
Vertu velkomið haust! Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskriftir og þó, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega einfalt þá er ágætt að hafa eitthvað til hliðsjónar í sultu og gel gerð. Ég fór í smá berjamó í hverfinu mínu í dag og henti í smá sultu á eftir. Það þarf ekkert mikið...