Kaka í morgunmat
Recipe Category: <span>Morgunmatur</span>
Cappuccino skyrskál með granóla, jarðarberjum og súkkulaði
Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá...
Ljúffengar enskar skonsur með vanilluskyri og súkkulaði
Enskar skonsur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og iðulega set ég rúsínur og sítrónubörk í þær en súkkulaði skonsur eru einnig í miklu uppáhaldi. Mig langaði að prófa að nota vanilluskyr í staðinn fyrir mjólkina og ég verð bara að segja það sló svo sannarlega í gegn. Þær verða alveg einstaklega mjúkar og...
Bakaður hafragrautur með eplum, kanil og möndlum
Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað...
Næringarrík skyrskál með berjum, chia, hampfræjum og möndlusmjöri
Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins. Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti...
Hátíðlegt norskt jólabrauð
Þetta brauð kannast margir við sem hafa verið í Noregi í desember. Sætt gerbrauð með ilmandi kardimommum og rúsínum. Það er langbest þegar það er nýbakað og smurt með smjöri en margir Norðmenn njóta þess líka með brunost. Þetta er mjög einfalt brauð í gerð en tekur smá tíma auðvitað þar sem það þarf sinn...
Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlum
Við sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi. Í...
Gerlaust heilhveitibrauð með höfrum og sesam
Þetta brauð er alveg ótrúlega einfalt og það þarf ekkert annað en innihaldsefnin, skál og sleif. Enga hrærivél og ekkert að hefa. Dásamlegt að bjóða upp á þetta brauð í helgar morgunmatinn og passar einnig vel í nestisboxin. Það er vel hægt að frysta það og taka út sneiðar eftir þörfum og hita upp í...
Vítamínbomba – orkusafi með rauðrófum og gulrótum
Safarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur „uppskrift“ af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að...
„Allt nema beyglan“ ostahorn með pepperóní
Everything but the bagel kryddblandan er ein af mínum uppáhalds. Beyglur með þessu kryddi eru auðvitað mjög góðar en það er hægt að nota þessa blöndu á og í allskonar annað. Mig langaði í einhver góð ostahorn og því alveg gráupplagt að smella þessu saman. Ég nota hérna hreina mozzarella ostinn frá Örnu. Hann er...
Stórgóðar skonsur með pipar mozzarella og beikoni
Mér finnast skonsur alltaf svo góðar. Hægt að hafa þær sætar eða ósætar og endalaust hægt að finna upp nýjar samsetningar í innihald þeirra. Þessar eru alveg sérlega góðar, bragðmiklar, stökkar að utan en mjúkar að innan með góðu magni af osti og beikoni. Ekkert sem gæti klikkað. Frábærar einar og sér með smjöri eða...
Allra bestu amerísku pönnukökurnar
Ég elska amerískar pönnukökur og býð jafnt upp á þær með kaffinu eða með brönsinum. Og jafnvel í kvöldmat ef ég dett í það að hafa bröns í kvöldmat, en það er sérlega vinsælt á mínu heimili. Þessi uppskrift er sérlega einföld og lítið vesen. Bara skál og pískur, ekkert að þeyta neinar eggjahvítur eða...