Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og...
Recipe Category: <span>Ísland</span>
Jarðarberja ostakaka með jarðarberjaskyri, mascarpone og lemon curd
Sólin hækkar á lofti og vonandi förum við að sjá aðeins meira af vorinu. Þessi dásamlega terta er að mínu mati boðberi hækkandi sólar, bjartsýni og gleði. Svo bragðgóð og falleg. Passar fullkomlega á Páskaborðið eða í fermingarveisluna. Hún er ekki erfið í gerð en smá tíma tekur að útbúa hana en það er fullkomlega...
Cappuccino skyrskál með granóla, jarðarberjum og súkkulaði
Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá...
Lúxus vatnsdeigsbollur á þrjá vegu
Nú styttist í bolludaginn sem við mörg höldum hátíðlegan og það er bara ekkert að því að taka aðeins forskot á sæluna. Þetta árið gerði ég þrjár útgáfur sem eru hverri annarri betri. Fyllingarnar eru ólíkar en svo djúsí og góðar. Ég nota Örnu laktósafría rjómann á milli en senuþjófurinn er klárlega gríska jarðarberjajógúrtin með...
Næringarrík skyrskál með berjum, chia, hampfræjum og möndlusmjöri
Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins. Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti...
Allra bestu piparkökurnar
Þessi uppskrift hefur fylgt mér í mörg ár en hefur aðeins tekið breytingum í gegnum tíðina. Á mínu heimili er þetta hin eina sanna piparkökuuppskrift og er bökuð í miklu magni á hverju ári. Það er töluvert mikið krydd í henni, hún er vegan og kökurnar verða stökkar og dásamlegar. Mér finnst ekkert atriði að...
Ensk kókosterta með sultu og rabarbara jógúrtrjóma
Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót...
Fersk skyrkaka með lemon curd og bláberjum
Það fer fátt betur með bláberjum en sítrónur og hérna parast þetta saman í geggjuðum desert. Þessi skyrkaka er mjög einföld og frískleg og hentar sérlega vel í grillveislur t.d. Í kökuna nota ég Örnu Skyrið með bláberjum í botninum, það er alveg sérlega gott eitt og sér en hentar einnig í kökur sem þessar....
Súkkulaðikaka með kókoskaramellu
Sjónvarpskaka hefur verið vinsæl um árabil og á ættir sínar að rekja til Danmerkur, heitir þar reyndar Draumakaka en það er önnur saga. Súkkulaðikökur eru líka sívinsælar og einfaldar að útbúa. Hvað ef við blöndum þessum tveimur kökum saman? Er það ekki eitthvað? Hvað gæti svo sem klikkað? Ekkert ef þið spyrjið mig! Það er...
Grænmetisgratín með rjómalagaðri hvítlauksostasósu
Þessi réttur er alveg frábær einn og sér með góðu ristuðu brauði eða sem meðlæti. Hvítlauksostarnir gefa réttinum góða fyllingu ásamt því að gefa honum dásamlegt bragð. Það er snjallt að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum og ekkert heilagt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega hvað það varðar. Ég miða við að grænmetið fylli...
Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáa
Þessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið. Ég er hér með þrenns konar...
Dásamlega djúsí vegan aspasstykki
Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg...
Hátíðlegur jólaís með marsípani, kokkteilberjum og súkkulaði
Það er einhver dásamleg nostalgía fólgin í marsípani og kokkteilberjum. Þessi jólin er ég búin að fara í marga hringi með eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Alla klassísku og góðu eftirréttina, allra handa ísa og ég veit ekki hvað. En nú er ég með hamborgarhrygg en hann hef ég ekki haft á jólum í mörg ár. Það...
Lagtertan hennar ömmu – gamalt fjölskylduleyndarmál
Þessi uppskrift hefur verið í fjölskyldu mannsins míns í tugi ára. Að mínu mati er hún sú allra, allra besta og ef það er bara ein uppskrift sem ég myndi baka fyrir jólin væri það þessi. Hún er hrærð og í grunninn sú sama fyrir ljósa tertu og brúna. Ég geri alltaf nóg svo ég...
Grísk fiskipanna með feta og ólífum
Það sem ég gæti borðað svona fisk á pönnu í alla mata. Þvílík bragðsprengja! Það er hægt að nota hvaða hvíta fisk sem er en hér notaði ég fallegan þorsk. Það er hægt að nota það grænmeti sem er til en það er alveg bráðnausynlegt að hafa fetaostinn, hvítlauk og svartar ólífur, sem og auðvitað...
Haustjógúrt kaka með bláberjum & heimagerðu hafrakexi
Það eru nánast eins og jólin séu komin þegar Gríska haustjógúrtin frá Örnu kemur í verslanir í lok sumars. Þvílíkur lúxus sem þessi jógúrt er og bragðið er himneskt. Það liggur auðvitað beinast við að gera góða jógúrt köku þegar hún kemur og bjóða upp á í fyrsta saumó haustsins. Ótrúlega auðvelt að gera og...
Bláberjasulta & Rifsberjahlaup
Vertu velkomið haust! Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskriftir og þó, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega einfalt þá er ágætt að hafa eitthvað til hliðsjónar í sultu og gel gerð. Ég fór í smá berjamó í hverfinu mínu í dag og henti í smá sultu á eftir. Það þarf ekkert mikið...
- 1
- 2