Innihaldslýsing

75g smjör
5 msk hveiti
2 dósir grænn aspas frá Ora
Mjólk til þess að þynna jafninginn, líklega um 400ml
500g rækjur
1 tsk aromat og klípa af salti
4 – 5 pakkningar tartalettuskeljar
Þessi uppskrift er háheilög í minni fjölskyldu og hefur verið í áratugi. Móðir mín kenndi mér að útbúa þennan forrétt og móðir hennar kenndi henni. Þessi samsetning af aspasi og rækjum kann að virðast fremur sérstök en trúið mér, það er fátt betra í þessum heimi. Þær eru bara gerðar einu sinni á ári í...

Leiðbeiningar

1.Setjið rækjurnar í sigti og þýðið undir volgri vatnsbunu. Setjið til hliðar. Opnið dósirnar og síið vökvann frá aspasnum og setjið í mælikönnu.
2.Bræðið smjörið í potti á vægum hita, þegar það er bráðið setjið þið hveitið saman við og hrærið með písk. Setjið vökvann í smáskömmtum út í smjörbolluna og hrærið vel á milli
3.Haldið áfram að þynna jafninginn með mjólk þegar vökvinn af aspasnum klárast
4.Þegar jafningurinn er tilbúinn, setjið þá aromat og saltklípu saman við. Setjið aspasinn út í ásamt rækjum og smakkið til með meira af salti eða aromati. Hrærið þá í með sleif og látið jafninginn malla á mjög lágum hita í 15-20 mín.
5.Hitið ofninn í 190°C. Raðið tartalettuskeljunum á ofnplötu og fyllið skeljarnar með jafningnum. Bakið í ca. 10 mín eða þar til skeljarnar eru orðnar gylltar. Berið strax fram.

Þessi uppskrift er háheilög í minni fjölskyldu og hefur verið í áratugi. Móðir mín kenndi mér að útbúa þennan forrétt og móðir hennar kenndi henni. Þessi samsetning af aspasi og rækjum kann að virðast fremur sérstök en trúið mér, það er fátt betra í þessum heimi. Þær eru bara gerðar einu sinni á ári í kringum jól og áramót og það myndi jaðra við guðlast að gera þær á öðrum tímum. Ég nota alltaf aspasinn frá Ora því það er hefðin en svo er hann bara bestur. Þetta er líklega eina skiptið á árinu sem ég nota aromat og ég veit ekki hvað gæti komið í staðinn en svona eru hefðirnar og engin ástæða til þess að breyta þessari!

Uppskriftin er einföld en smá lagni þarf við gerð smjörbollunnar og gæta þarf þess að brenna hana ekki við.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Ísam.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.