Frönsk súkkulaðikaka án sykurs og hveiti
Frönsk súkkulaðikaka án sykurs og hveiti
Frönsk súkkulaðikaka án sykurs og hveiti

Innihaldslýsing

20 steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu
1 þroskaður banani
3 egg
3 msk kókosolía við stofuhita, t.d. frá Himneskri hollustu
1 dl sterkt kaffi
1 tsk vanilludropar
40 g gott kakó, t.d. frá Naturata
1 tsk lyftiduft
65 g möndlumjöl (eða möndlur malaðar í matvinnsluvél)
klípa af salti
2 msk kókosmjöl, t.d. frá Himneskri hollustu
Þessa köku er tilvalið að gera kvöldinu áður en hún er borin fram og verður bara betri ef eitthvað er.

Leiðbeiningar

1.Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og maukið. Bætið banana út í og blandið saman við. Hellið blöndunni í skál.
2.Setjið egg, kókosolíu, kaffi og vanilludropa í skálina og hrærið vel saman.
3.Bætið kakó, möndlumjöli, kókosmjöli og lyftidufti saman við og að lokum klípu af salti. Blandið vel saman.
4.Setjið deigið í 20 cm form með smjörpappír.
5.Bakið í 175°c heitum ofni í 35 mínútur.
6.Takið úr ofninum og kælið lítillega.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Icepharma.

Naturata framleiðir lífrænar vörur sem hafa hlotið Demeter-vottun.
Meðal vöruúrvalsins eru sósur, olíur, súkkulaði og pasta.
Demeter-vottun merkir lífaflsræktun og er einn eftirsóttasti gæðastimpill sem lífrænar vörur geta hlotið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.