Fyrir 2-3
Recipe Category: <span>Partý</span>
Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríandersósu
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir...
Taílenskt regnbogasalat með trylltri dressingu
Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt einhverjum af innihaldsefnunum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Hún í senn sölt og sæt, ásamt því að hafa þetta unaðslega umami bragð. Ég nota rauða karrý maukið...
Frönsk pippsúkkulaðikaka með piparmyntukremi
Þessi kaka er löngu orðin klassík á mínu heimili enda miklir Pipp aðdáendur. Þetta er auðvitað í grunninn klassíska franska súkkulaðikakan sem við þekkjum flest en með smá tvisti. Ýmsar útgáfur af slíkum kökum og tertum eru til en þessi er mín uppáhalds. Hún er ægilega einföld og hægt að gera hana með fyrirvara þar...
Ljúffengar & litríkar vegan bruschettur á tvenna vegu
Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...
Heit tacoídýfa með cheddar, spínati & mexíkóskum kryddosti
Já halló! Eurovison tímabilið hafið og þessi ídýfa er nákvæmlega það sem þú þarft í partýið. Ótrúlega einfalt að henda henni saman og hita upp í ofninum. Svo má bara dýfa hversu sem ykkur dettur í hug í fatið. Ídýfan samanstendur af allskonar dásamlegum ostum, kryddum og söxuðu spínati sem gerir svo mikið! Hér nota...
Litríkir marengs páskaungar á pinna
Við erum nú öll í því að einfalda okkur lífið og sér í lagi þegar kemur að bakstri. Marengsbakstur getur vafist fyrir mörgum og við eigum það alveg til að mikla hann fyrir okkur. Og skal engan undra! Það er margt sem getur farið úrskeiðis og útkoman mis góð. Marengsgrunnurinn frá Dr. Oetker er bara...
Litríkur ostaplatti undir ítölskum áhrifum
Ostaplattar eru sérlega fallegir á veisluborðið og hægt að setja á þá allt sem hugurinn girnist. Það er snjallt að bæta ostabakka á veisluborðið ásamt öðrum veitingum og auðvelt að stækka þá eða minnka eftir stærð veislu og fjölda veislugesta hvort sem um ræðir fermingar-, útskriftar eða afmælisveislu. Hér raða ég saman fjölbreyttu úrvali af...
Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar
Heitar ídýfur sem gratíneraðar eru í ofni eru bara eitt það allra besta sem til er. Þær henta alveg frábærlega í saumaklúbbinn, kósíkvöldið eða júróvisjón partýið. Þessi ídýfa er alls ekki flókin, er bragð og matarmikil og ég ber hana hérna fram með uppáhalds flögunum mínum, Finn Crisp með cheddar osta bragði. Þessar flögur eru...
Litlar ostakökur í glasi með súkkulaðikexi, jarðaberjum og vanillu
Ég elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu „ostaköku“ blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og...
Klístraðir Buffalóvængir með heimagerðri ranch sósu
Mér finnst gott að strá sesamfræum og vorlauk yfir vængina og bera þá fram með kaldri ranch sósu og sellerí.
Forest Sour
Drykkurinn er einstaklega ljúfur þó hann sé gerður með búrbon, berin, áferðin, sítrónusafinn og viskíið spila hér saman í ljúffenga samblöndu. Við mælum með Michter's bourbon í þennan en hægt er að gera hann með hvaða bourbon sem er.
Litlar smjördeigsbökur með feta, skalottlauk, sveppum og timian
Þessar litlu smjördeigsbökur eru dásamlegar litlar bragðsprengjur sem gaman og fallegt er að bera fram sem forrétt. Skalottlaukurinn er mýktur á pönnu með blaðlauk og hvítlauk. Saxaðir sveppir og timian með ásamt balsamediki og sojasósu gera þessa blöndu einstaklega góða bökuð á smjördeigi með rifnum mozzarella og fetaosti. Ég er hérna með minni bökur sem...
Jólakryddhneturnar hennar Eddu
Ég þykist vita að margir hafi smakkað ristaðar möndlur sem seldar eru erlendis að vetrarlagi á götum úti. Á liðnum árum hafa þær einnig verið til sölu í miðbæ Reykjavíkur í desember. Þessar hnetur eru í svipuðum dúr. Jólalegar hnetur. Kanill og engifer er svo dásamlegt krydd í ýmis konar jólagóðgæti. Ég set hneturnar í fallega krús með slaufu og gef í jólagjafir. Það er gott að gefa þeim gjafir sem eyðast sem eiga allt. Sælla er að gefa en þiggja.
Partýídýfa með karmelluðum lauk
Klassískt Riz à l’amande – Vegan
Já loksins er ég búin að fullkomna vegan útgáfu af þessum uppáhalds eftirrétti mínum. Líkt og margir vita barst Riz ala mande hingað frá Danmörku en þar er rík hefð fyrir því að bjóða upp á þessa dásemd á jólum. Ég nota hér hvorutveggja Oatly ikaffe mjólkina sem og Oatly visp þeytirjómann en með þeirri...