Innihaldslýsing

200g hrásykur
4 stór egg
200g smjör
100g Siríus súkkulaði með piparmyntufyllingu
100g Suðusúkkulaði frá Nóa
1 dl hveiti
1 msk kakó
1 tsk piparmyntudropar
Þessi kaka er löngu orðin klassík á mínu heimili enda miklir Pipp aðdáendur. Þetta er auðvitað í grunninn klassíska franska súkkulaðikakan sem við þekkjum flest en með smá tvisti. Ýmsar...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 180°C blástur.
2.Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin mjög létt og ljós, að lágmarki 5 mínútur. Setjið piparmyntudropana saman við og hrærið áfram í örstutta stund.
3.Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti við vægan hita. Þegar smjörið og súkkulaðið er bráðið saman, blandið því þá varlega saman við eggjaþeytinguna með sleikju
4.Að síðustu sigtið hveitið og kakóið saman út í blönduna og haldið áfram að blanda varlega saman með sleikjunni
5.Klæðið 24cm smelluform með bökunarpappír og hellið deiginu í formið. Bakið í miðjum ofni í 30 mín.

Þessi kaka er löngu orðin klassík á mínu heimili enda miklir Pipp aðdáendur. Þetta er auðvitað í grunninn klassíska franska súkkulaðikakan sem við þekkjum flest en með smá tvisti. Ýmsar útgáfur af slíkum kökum og tertum eru til en þessi er mín uppáhalds. Hún er ægilega einföld og hægt að gera hana með fyrirvara þar sem hún geymist sérlega vel í kæli.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Nóa Siríus.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.