Innihaldslýsing

700 g kjúklingalæri frá Rose Poultry
60 g hveiti
60 g nachos flögur, t.d. frá Mission
40 g brauðrasp,mæli með Panko
2 tsk chilikrydd
1 tsk cumin (ath ekki kúmen)
1 tsk salt
1/2 tsk paprikukrydd
1/2 tsk hvítlauksduft
pipar
1 egg
60 ml safi úr jalapeno krukku
olía
salt og pipar

Leiðbeiningar

1.Setjið hveiti í eina skál.
2.Látið egg og safa frá jalapeno í aðra skál og hrærið saman.
3.Í þá þriðju setjið þið muldar nachos flögur, brauðrasp, chilíkrydd, cumin, salt, paprikukrydd, hvítlauksduft og pipar og blandið vel saman.
4.Dýfið kjúklingalæri fyrst í hveiti, þá eggjablönduna og að lokum í nachosmulninginn. Setjið á bökunarplötu með smjörpappir og dreypið smá af ólífuolíu yfir kjúklinginn. Endurtakið með hin kjúklingalærin.
5.Eldið í 210°c heitum ofni i 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
6.Hitið hamborgarabrauð og smyrjið með ríflegu magni af majonesi. Setjið meðlæti að eigin vali á brauðið og endið með kjúklinginum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.