Innihaldslýsing

3 bollar rautt Kornax hveiti
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
3/4 bolli mjúkt smjör
1 og 1/2 bolli sykur
3 egg við stofuhita
1/2 bolli jarðarberja jógúrt frá Örnu
3/4 bolli Nýmjólk frá Örnu
3 tsk vanilludropar
Fersk ber eins og jarðarber og bláber til að setja á milli og skreyta með
Þessi terta er algerlega himnesk þó ég segi sjálf frá og slær alltaf í gegn. Hún er alveg ótrúlega bragðgóð og fersk og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Í botnana nota ég jarðarberjajógúrt frá Örnu og gefur það botnunum alveg sérstaklega gott bragð og verða mjög mjúkir. Ég skreyti hana venjulega með...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 165°C á blástur.
2.Setjð smjör og sykur í hrærivélaskál og þeytið vel með þeytaranum. Bætið við einu eggi í einu og þeytið vel á milli, munið að skrapa niður hliðarnar á skálinni. Þeytið svo vel saman þar til eggja blandan verður mjög ljós og létt.
3.Setjið þurrefnin í eina skál og blautu í aðra. Sigtið þurrefnin út í skálina og byrjið að hræra varlega með sleikju.
4.Bætið mjólkurblöndunni varlega saman við. Deilið í 3 22cm form og bakið í ca. 30-35mín.
5.Á meðan botnanir bakast geri ég kremið og jarðarberjamaukið. Mér finnst allt annað og miklu betra að gera þetta heldur en nokkurntímann að notast við sultu. Verður miklu ferskara og töluvert minni sykur notaður, nota hann bara annarsstaðar í uppskriftinni!
6.Samsetning tertunnar: Setjið einn botn á kökudisk, smyrjið jarðarberjamauki á botninn en ekki alveg út í kanta. Bíðið smástund á meðan botninn drekkur vökvann í sig. Setjið krem eftir smekk yfir maukið og raðið jarðarberjasneiðum og bláberjum yfir, endurtakið með næsta botn. Lokið með þriðja botninum, smyrjið afgang af kremi yfir og skreytið með berjum.

Þessi terta er algerlega himnesk þó ég segi sjálf frá og slær alltaf í gegn. Hún er alveg ótrúlega bragðgóð og fersk og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Í botnana nota ég jarðarberjajógúrt frá Örnu og gefur það botnunum alveg sérstaklega gott bragð og verða mjög mjúkir.

Ég skreyti hana venjulega með ríflegu magni af allskonar berjum en einnig er fallegt að bæta við ferskum blómum eða jafnvel skilti með nafni fermingarbarns. Sannkölluð vorterta sem blæs okkur birtu í brjóst.

 

 

Uppskrift og myndir unnar af Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.