Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...
Recipe Category: <span>uppskrift</span>
Heit tacoídýfa með cheddar, spínati & mexíkóskum kryddosti
Já halló! Eurovison tímabilið hafið og þessi ídýfa er nákvæmlega það sem þú þarft í partýið. Ótrúlega einfalt að henda henni saman og hita upp í ofninum. Svo má bara dýfa hversu sem ykkur dettur í hug í fatið. Ídýfan samanstendur af allskonar dásamlegum ostum, kryddum og söxuðu spínati sem gerir svo mikið! Hér nota...
Möndlu- og sítrónukaka með vanillu rjómakremi og ferskum berjum
Þessi kaka er alveg stórgóð og sérlega einföld. Hún er vegan og það þarf engin flókin áhöld eða tæki til þess að græja hana. Hún er létt í sér og ég get svo svarið það að það er smá vor í henni. Oatly visp hafrarjóminn setur bókstaflega punktinn yfir i-ið og fer sérlega með ljósum...
Fyllt páskalæri með döðlum, trönuberjum og camembert
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og...
Jarðarberja ostakaka með jarðarberjaskyri, mascarpone og lemon curd
Sólin hækkar á lofti og vonandi förum við að sjá aðeins meira af vorinu. Þessi dásamlega terta er að mínu mati boðberi hækkandi sólar, bjartsýni og gleði. Svo bragðgóð og falleg. Passar fullkomlega á Páskaborðið eða í fermingarveisluna. Hún er ekki erfið í gerð en smá tíma tekur að útbúa hana en það er fullkomlega...
Ítalskar kjötbollur í bragðmikilli marinara tómatsósu
Þessar kjötbollur eru alveg ótrúlega þægilegar, það tekur enga stund að útbúa þær og þær eru síðan bakaðar í ofni í stað þess að þurfa að standa við pönnuna og steikja þær. Það sem gerir þær alveg ómótstæðilegar eru kryddin frá Liquid Organic en það eru fersk krydd sem koma í litlum flöskum. Sparar tíma...
Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar
Heitar ídýfur sem gratíneraðar eru í ofni eru bara eitt það allra besta sem til er. Þær henta alveg frábærlega í saumaklúbbinn, kósíkvöldið eða júróvisjón partýið. Þessi ídýfa er alls ekki flókin, er bragð og matarmikil og ég ber hana hérna fram með uppáhalds flögunum mínum, Finn Crisp með cheddar osta bragði. Þessar flögur eru...
Einfalt Rigatoni með grænu pestói, ólífum og sólþurrkuðum tómötum
Rigatoni pasta finnst mér alltaf svo skemmtilegt að bera fram þar sem það er ekki alveg í laginu eins og það sem við erum vön að kaupa. Það dregur vel í sig góðar sósur og hér er ég með græna vegan pestóið frá Sacla sem er alveg framúrskarandi gott í pastarétti. Að viðbættum grænum og...
Bragðmikil pizza með hvítlauks risarækjum og sterkum ítölskum osti
Þessi bragðmikla pizza er algjörlega fullkomin eftir góða vinnuviku. Hún er einföld en samt fáguð og hráefnin fá að njóta sín í botn. Pizzasósan er einungis plómutómatar sem eru bragðbættir eru með sjávarsalti og klassíski Pizzaosturinn frá MS leikur stórt hlutverk ásamt Sterku ítölsku ostablöndunni sem nýlega kom í verslanir. Toppað með snöggsteiktum risarækjum sem...
Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos
Þessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með...
Cappuccino skyrskál með granóla, jarðarberjum og súkkulaði
Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá...
Lúxus vatnsdeigsbollur á þrjá vegu
Nú styttist í bolludaginn sem við mörg höldum hátíðlegan og það er bara ekkert að því að taka aðeins forskot á sæluna. Þetta árið gerði ég þrjár útgáfur sem eru hverri annarri betri. Fyllingarnar eru ólíkar en svo djúsí og góðar. Ég nota Örnu laktósafría rjómann á milli en senuþjófurinn er klárlega gríska jarðarberjajógúrtin með...
Ljúffengar enskar skonsur með vanilluskyri og súkkulaði
Enskar skonsur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og iðulega set ég rúsínur og sítrónubörk í þær en súkkulaði skonsur eru einnig í miklu uppáhaldi. Mig langaði að prófa að nota vanilluskyr í staðinn fyrir mjólkina og ég verð bara að segja það sló svo sannarlega í gegn. Þær verða alveg einstaklega mjúkar og...
Einfalt lasagna með spínati, linsum, rauðu pestói og sólþurrkuðum tómötum
Lasagna er einmitt svona matur sem gott er að útbúa á kaldasta tíma ársins. Frábært að eiga tilbúið lasagna í frysti og hita upp eftir þörfum og það er hægt að nota hvað sem er í fyllinguna, fer bara eftir ísskápa status hverju sinni. Grunnurinn er yfirleitt svipaður en svo skipti ég út grænmeti og...
Bakaður hafragrautur með eplum, kanil og möndlum
Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað...
Næringarrík skyrskál með berjum, chia, hampfræjum og möndlusmjöri
Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins. Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti...
Litlar smjördeigsbökur með feta, skalottlauk, sveppum og timian
Þessar litlu smjördeigsbökur eru dásamlegar litlar bragðsprengjur sem gaman og fallegt er að bera fram sem forrétt. Skalottlaukurinn er mýktur á pönnu með blaðlauk og hvítlauk. Saxaðir sveppir og timian með ásamt balsamediki og sojasósu gera þessa blöndu einstaklega góða bökuð á smjördeigi með rifnum mozzarella og fetaosti. Ég er hérna með minni bökur sem...
Klassískt Riz à l’amande – Vegan
Já loksins er ég búin að fullkomna vegan útgáfu af þessum uppáhalds eftirrétti mínum. Líkt og margir vita barst Riz ala mande hingað frá Danmörku en þar er rík hefð fyrir því að bjóða upp á þessa dásemd á jólum. Ég nota hér hvorutveggja Oatly ikaffe mjólkina sem og Oatly visp þeytirjómann en með þeirri...