Innihaldslýsing

Rice Krispies marengsbotnar:
2dl eggjahvítur eða 6 eggjahvítur af stórum eggjum, við stofuhita
360g sykur
½ tsk cream of tartar
1 tsk maizenamjöl
60g Kellogg's Rice Krispies
Nóa kropp
Blóm til skrauts
Konudagurinn er á næsta leyti og hefð hefur skapast fyrir því að gera góðar tertur í tilefni dagsins. Mig langaði að gera einhverja almennilega marengstertu og prófa að nota nýja Royal búðinginn með Pipp bragðinu í fyllinguna. Ég ákvað því að prófa að blanda búðingnum saman við þeyttan rjóma og nota fylltu Pipp súkkulaðiplöturnar í...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 130°C blástur.
2.Setjið eggjahvíturnar í skál og byrjið að þeyta, vigtið sykurinn og setjið hann saman út í eggjahvíturnar í smá skömmtum. Skafið niður í skálinni á milli ef þarf.
3.Þeytið þar til sykurinn er uppleystur, bætið þá cream of tartar og maizena mjöli saman við og hrærið í nokkrar sekúndur í viðbót.
4.Setjið Rice Krispies saman við með sleikju.
5.Teiknið 3 hringi á bökunarpappír, ca 18-20cm í þvermál. Ég nota oft disk eða botn úr lausbotna formi. Skiptið deiginu jafnt á milli og mótið botna. Bakið í 90 mín og látið kólna í ofninum, helst yfir nótt.
6.Samsetning:
7.Setjið 1 botn á kökudisk. Dreifið kremi yfir botninn, þar næst 1/3 af rjómafyllingunni, stráið þá Nóa kroppi eftir smekk yfir rjómann. Setjið annan botn yfir og endurtakið
8.Setjið síðasta botninn ofan á, rjómafyllingu þar næst, Pipp krem þar yfir og skreytið með Nóa kroppi og blómum. Það er gott að láta tertuna bíða aðeins áður en hún er borin fram til þess að hún verði búin að taka sig og mýkjast upp.

Konudagurinn er á næsta leyti og hefð hefur skapast fyrir því að gera góðar tertur í tilefni dagsins. Mig langaði að gera einhverja almennilega marengstertu og prófa að nota nýja Royal búðinginn með Pipp bragðinu í fyllinguna. Ég ákvað því að prófa að blanda búðingnum saman við þeyttan rjóma og nota fylltu Pipp súkkulaðiplöturnar í eitthvað geggjað krem sem ég setti á milli botnanna og ofan á tertuna. Útkoman er vægast stórkostleg og óhætt að segja að tertan hafi horfið líkt og dögg fyrir sólu þegar ég bar hana á borð.

Dásamleg terta fyrir alla unnendur góðra marengsterta og piparmyntusúkkulaðis!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Nóa Síríus

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.