Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og...
Recipe Category: <span>Jól</span>
Heiðalamb með hunangsgljáðum gulrótum og camembert kartöflugratíni
Stolt íslenskrar náttúru er íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði. Lærið er eitt allra vinsælasta kryddlærið á Íslandi og skal engan undra.
Andalæri með hvítlauks aioli og vinagrette salati
Þegar ég vil halda stórkostlega veislu án mikillar fyrirhafnar þá verða andalæri oft fyrir valinu. Eldamennskan gerist ekki einfaldari og þetta slær ávallt í gegn. Uppskriftin miðast fyrir 3-4 manns.
Litlar smjördeigsbökur með feta, skalottlauk, sveppum og timian
Þessar litlu smjördeigsbökur eru dásamlegar litlar bragðsprengjur sem gaman og fallegt er að bera fram sem forrétt. Skalottlaukurinn er mýktur á pönnu með blaðlauk og hvítlauk. Saxaðir sveppir og timian með ásamt balsamediki og sojasósu gera þessa blöndu einstaklega góða bökuð á smjördeigi með rifnum mozzarella og fetaosti. Ég er hérna með minni bökur sem...
Jólakryddhneturnar hennar Eddu
Ég þykist vita að margir hafi smakkað ristaðar möndlur sem seldar eru erlendis að vetrarlagi á götum úti. Á liðnum árum hafa þær einnig verið til sölu í miðbæ Reykjavíkur í desember. Þessar hnetur eru í svipuðum dúr. Jólalegar hnetur. Kanill og engifer er svo dásamlegt krydd í ýmis konar jólagóðgæti. Ég set hneturnar í fallega krús með slaufu og gef í jólagjafir. Það er gott að gefa þeim gjafir sem eyðast sem eiga allt. Sælla er að gefa en þiggja.
Klassískt Riz à l’amande – Vegan
Já loksins er ég búin að fullkomna vegan útgáfu af þessum uppáhalds eftirrétti mínum. Líkt og margir vita barst Riz ala mande hingað frá Danmörku en þar er rík hefð fyrir því að bjóða upp á þessa dásemd á jólum. Ég nota hér hvorutveggja Oatly ikaffe mjólkina sem og Oatly visp þeytirjómann en með þeirri...
Hátíðlegur jólaís með vanillu, núggatsúkkulaði og heitri sósu – Vegan
Það er hefð á mörgum heimilum að útbúa heimagerðan jólaís sem hafður er í eftirrétt á aðfangadagskvöld. Það er auðvitað svo misjafnt hvort eftirrétturinn er boðinn strax á eftir aðalrétti eða í lok kvölds þegar allir hafa jafnað sig eftir jólamáltíðina. Þessi ís er ótrúlega léttur í sér og mjúkur, einfaldur í gerð og 100%...
Krydduð rúlluterta með rjómakremi
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af rúllutertum og elska að baka þær, það er nefnilega miklu einfaldara en maður skyldi halda. Yfirleitt er baksturstíminn mjög stuttur og þær eru fljótar að kólna svo það er hægt að fullklára þær á stuttum tíma. Þessi er tilbrigði við lagtertuna góðu en hún er léttari í sér...
Litlar hátíðarpavlovur með ferskum ávöxtum, rjóma og súkkulaðisósu
Skemmtilegur eftirréttur þar sem gestir eru þáttakendur og raða hver á sína pavlovu