Innihaldslýsing

115g mjúkt smjör
110g púðursykur
50g sykur
1 stórt egg við stofuhita
1 tsk vanilludropar
145g hveiti
½ tsk salt
½ tsk matarsódi
¼ tsk lyftiduft
80g Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus
100g 70% súkkulaði frá Nóa Síríus
Sjávarsaltflögur
Þessar dásamlegu smákökur eru að mínu mati algjörlega fullkomnar og alveg eins og súkkulaðibitakökur eiga að vera. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Með því að blanda saman rjómasúkkulaðinu með karamellukurlinu og íslenska sjávarsaltinu með 70% súkkulaðinu næst dásamlegt jafnvægi og bragðið verður algjörlega ómótstæðilegt. Uppskriftin er alveg mátulega stór en það er lítið...

Leiðbeiningar

1.Blandið saman þurrefnum í skál og setjið til hliðar. Saxið súkkulaðið gróft og setjið til hliðar.
2.Setjið sykur og smjör saman í skál og þeytið þar til létt og ljóst eða í 3-4 mín, stoppið 2x á tímanum og skafið niður með sleikju. Setjið eggið saman við og þeytið áfram í 2 mín. Setjið vanilludropa saman við og þeytið áfram í 2 mín.
3.Blandið þurrefnunum saman við þeytinguna varlega með sleikju. Þegar allt er blandað saman, setjið þá súkkulaðið saman við og blandið við deigið. Best er að kæla deigið í amk 1 klst en því má sleppa.
4.Setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír með 2 teskeiðum eða lítilli ísskeið. Hafið gott bil á milli þar sem kökurnar renna vel út.
5.Bakið við 175°C blástur í 13-15 mín. Leyfið kökunum að kólna í nokkrar mínútur á plötunni en færið þær svo yfir á kæligrind, stráið sjávarsaltflögum yfir ef vill.

Þessar dásamlegu smákökur eru að mínu mati algjörlega fullkomnar og alveg eins og súkkulaðibitakökur eiga að vera. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Með því að blanda saman rjómasúkkulaðinu með karamellukurlinu og íslenska sjávarsaltinu með 70% súkkulaðinu næst dásamlegt jafnvægi og bragðið verður algjörlega ómótstæðilegt. Uppskriftin er alveg mátulega stór en það er lítið mál að margfalda hana. Það er líka algjör snilld að frysta kökurnar óbakaðar en þannig er alltaf hægt að stinga nokkrum í ofninn eftir þörfum og eiga þá alltaf til nýbakaðar smákökur, athugið bara að þá þarf aðeins að lengja í baksturstímanum.


Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Nóa Síríus.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.