Innihaldslýsing

120 g smjör
120 g púðursykur
1 stórt egg
1 tsk vanilludropar
120 g hveiti
40 g OTA haframjöl
1/2 tsk natrón
1/2 tsk sjávarsalt
100 g súkkulaði, saxað

Leiðbeiningar

1.Látið smjörið í pott og hitið við vægan hita í 3-4 mínútur. Hrærið stöðugt þar til smjörið er farið að freyða og smjörið byrjað að brúnast.
2.Látið í hrærivélaskálina og látið standa í 10-15 mínútur.
3.Látið púðursykur, egg og vanilludropa í hrærivélaskálina með brúnaða smjörinu og hrærið öllu saman.
4.Bætið hveiti, haframjöli, natron og salti saman við og hrærið áfram.
5.Endið á að láta súkkulaðið saman við deigið.
6.Mótið deigið í kúlur og látið á bökunarpappír. Þrýstið aðeins á kúlurnar svo þær fletjist út.
7.Látið í 170°c heitan ofn í 8-10 mínútur.
8.Stráið sjávarsalti yfir kökurnar þegar þær hafa kólnað lítillega.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við OTA SOLGRYN

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.