Innihaldslýsing

130 g makkarónukökur, muldar
100 g smjör, bráðið
1 pakki (1,3L) Veisluís frá Emmessís með eplum, kanil og kökukurli
250 ml rjómi, þeyttur
Karamellu íssósa frá Emmessís
Súkkulaði að eigin vali, saxað

Leiðbeiningar

1.Blandið bræddu smjöri og muldum makkarónum vel saman.
2.Látið ís í form, gott er að nota form sem er annaðhvort úr siliconi svo auðvelt sé að ná honum úr forminu eða láta plastfilmu í formið áður en ísinn er settur í. Látið síðan makkarónumulninginn yfir ísinn og þrýstið honum lítillega niður í ísinn. Látið í frysti í að minnsta kosti klukkustund.
3.Takið úr frysti og látið ískökurnar á diska. Látið rjóma á toppinn með sprautustúti, hellið smá karamellusósu yfir og stráið súkkulaði yfir allt.
Veisluís með eplum, kanil og kökukurli er tilvalinn á hátíðarborðið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.