Innihaldslýsing

1 stk KEA helgarlæri með döðlum, trönuberjum og camembert - um 2kg
4 stórar gulrætur
1 stór rauðlaukur
1 búnt ferskur aspas
ólífuolía
Salt & pipar
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum...

Leiðbeiningar

1.Skerið gulræturnar langsum í fernt og afhýðið laukinn og skerið í báta.
2.Setjið lambið í ofnfast mót eða steikarfat. Raðið gulrótum og lauk í kringum og saltið yfir og piprið.
3.Bakið við 140°C í 90 mín. Þegar það eru ca 10 mínútur eftir af eldunartímanum, hækkið hitann upp í 200°C og bætið þá aspasnum út á fatið og dreifið örlítið af olíu og salti og pipar yfir aspasinn.
4.Þegar lærið er tilbúið, setjið þá álpappír yfir og látið hvíla í 10 mínútur. Takið girnið utan af lærinu og skerið í sneiðar. Raðið á fat ásamt grænmetinu úr skúffunni.

Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og safaríkt. Það er tilvalið að bera fram í stærri veislum og fjölskylduboðum þar sem það er úrbeinað og því auðvelt að skera það niður í mannskapinn auk þess sem það tekur ekki mikið pláss í ofninum.

Gleðilega páskahátíð kæru vinir!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Kjarnafæði – Norðlenska

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.