Innihaldslýsing

450g frosnar risarækjur, hráar
2 msk smjör
2 hvítlauksrif, söxuð
Chiliduft á hnífsoddi
Salt og pipar
2 msk fersk steinselja, söxuð
2 dósir Humarsúpa frá Ora
Þeyttur rjómi eftir smekk
Nýbakað súrdeigsbaguette skorið í sneiðar
Forréttir þurfa svo sannarlega ekki að vera tímafrekir og flóknir. Ora hefur staðið jólavaktina með okkur Íslendingum í áratugi og hér er engin undantekning gerð. Humarsúpan frá Ora er alveg lygilega bragðgóð og stendur fyrir sínu ein og sér en svo er hægt að bæta ýmsu sjávarfangi út í til þess að gera hana örlítið...

Leiðbeiningar

1.Setjið rækjurnar í sigti og þýðið undir kaldri vatnsbunu úr krananum.
2.Setjið 2 msk af smjöri á pönnu og setjið saxaðan hvítlauk saman við. Léttsteikið hvítlaukinn í örstutta stund og bætið rækjunum saman við. Saltið, piprið og bætið chilidufti saman við.
3.Saxið ferska steinselju og stráið yfir þegar rækjurnar eru tilbúnar. Rækjurnar eru mjög snöggar að eldast í gegn og varist að ofsteikja þær. Um leið og þær eru orðnar bleikar eru þær tilbúnar. Setjið pönnuna til hliðar.
4.Setjið innihald úr 2 dósum af Humarsúpu í meðal stóran pott. Hitið súpuna rólega upp að suðu en varist að láta hana bullsjóða.
5.Þeytið rjómann og setjið í skál. Bætið rækjunum af pönnunni út í súpu pottinn, skerið baguette brauðið og berið fram.

Forréttir þurfa svo sannarlega ekki að vera tímafrekir og flóknir. Ora hefur staðið jólavaktina með okkur Íslendingum í áratugi og hér er engin undantekning gerð. Humarsúpan frá Ora er alveg lygilega bragðgóð og stendur fyrir sínu ein og sér en svo er hægt að bæta ýmsu sjávarfangi út í til þess að gera hana örlítið matarmeiri. Hér snöggrista ég risarækjur á blússheitri pönnu og bæti út í. Toppa með léttþeyttum rjóma og ber fram með nýbökuðu baguette. Einfalt, bragðgott og sannarlega hátíðlegt!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Íslensk Ameríska.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.