Innihaldslýsing

2 msk ólífuolía
2 msk balsamedik
3 hvítlauksrif söxuð
20cm bútur af blaðlauk, saxaður
1 lítið rauðkálshöfuð, sneitt mjög fínt
1 grænt epli, smátt saxað
200g ostakubbur frá Gott í matinn
150g ristaðar kasjúhnetur
Salt og pipar eftir smekk
Fersk steinselja
Nú þegar líður að jólum með öllum sínum dásamlegu matarboðum er ekki úr vegi að bjóða upp á uppskrift að alveg stórkostlegu meðlæti. Þetta salat er í senn sparilegt, fallegt og næringarríkt. Ostakubburinn frá Gott í matinn fer svo vel með fersku salatinu, sætunni í eplinu og stökkum kasjúhnetunum. Þetta er ríflegt magn og hentar...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að saxa lauk, rauðkál og epli. Ristið kasjúhneturnar á þurri pönnu þar til þær eru orðnar vel gylltar. Setjið til hliðar.
2.Hitið olíu og edik saman á pönnu og bætið hvítlauk út á. Steikið hvítlaukinn í 1 mín við meðalhita, gætið þess að brenna hann ekki.
3.Setjið blaðlaukinn út á pönnuna og steikið með hvítlauknum í smástund. Bætið þá söxuðu rauðkálinu og eplinu saman við. Steikið á pönnunni við vægan til meðalhita í 30 mín eða þar til rauðkálið hefur mýkst vel en ennþá stökkt inní.
4.Myljið ostakubbinn yfir rauðkálið og hellið hnetunum út á. Blandið saman á pönnunni og setjið í fallega skál.
5.Berið fram með hverju sem ykkur dettur í hug, fer sérlega vel með hvers kyns hátíðarmat, líkt og kalkún, lambi eða andabringum.

Nú þegar líður að jólum með öllum sínum dásamlegu matarboðum er ekki úr vegi að bjóða upp á uppskrift að alveg stórkostlegu meðlæti. Þetta salat er í senn sparilegt, fallegt og næringarríkt. Ostakubburinn frá Gott í matinn fer svo vel með fersku salatinu, sætunni í eplinu og stökkum kasjúhnetunum. Þetta er ríflegt magn og hentar því vel í stærri boð en það má sannarlega geyma það í kæli og hita upp ef það verða afgangar af því.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við MS Gott í matinn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.