Innihaldslýsing

1 poki risarækjur hráar, um 450g.
1 dl grísk jógúrt
1 dl Tandoori spice marinade frá Patak‘s
Nokkur bambus grillspjót
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir...

Leiðbeiningar

1.Setjið frosnar rækjurnar í sigti og affrystið undir volgri vatnsbunu. Kreistið vatnið úr.
2.Setjið jógúrt og Tandoori mauk í miðlungsstóra skál og hrærið saman. Setjið rækjurnar út í og veltið upp úr marineringunni. Setjið plastfilmu yfir skálina og setjið hana í kæli. Marinerið í að minnsta kosti 1 klst en allt upp í 1 sólarhring.
3.Það er best að leggja bambus grillspjótin í bleyti í svona 15 mín áður en rækjurnar eru þræddar upp á þau. Ég set 6-7 rækjur á hvert.
4.Hitið grillið vel upp og grillið spjótin í nokkrar mínútur, þau taka enga stund á grillinu, fylgist bara vel með.
5.Berið grillaðar rækjurnar fram með dressingunni.

Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir stærri hóp. Tandoori marineringin frá Patak‘s leikur hér stórt hlutverk enda dásamleg þegar við þurfum aðeins að stytta okkur leið í indverskri eldamennsku.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.