Innihaldslýsing

60g smjör
1 tsk vanilludropar
¼ tsk salt
250g litlir sykurpúðar
150g hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus
4 bollar Rice Krispies
200g hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus
Bleikur, grænn og appelsínugulur gel matarlitur
3 tsk olía
Nú eru mörg farin að telja niður í Hrekkjavökuna sem er á næsta leyti. Afmæli og partý með Hrekkjavöku þema eru sérlega vinsæl á þessum árstíma og skemmtilegar veitingar auðvitað...

Leiðbeiningar

1.Klæðið ferkantað form eða eldfast mót sem er 20x20cm með bökunarpappír.
2.Setjið smjör í meðalstóran pott ásamt salt og vanilludropum, bræðið við vægan hita. Setjið sykurpúðana saman við og bræðið saman við, hrærið í með hitaþolinni sleikju. Þegar sykurpúðarnir eru alveg að verða kekkjalausir, setjð þá 150g af hvítu súkkulaðidropunum saman við og bræðið allt saman. Þegar blandan er alveg samlöguð bætið þá Rice Krispies saman við og hrærið þar til þetta kemur allt saman. Athugið að á þessu stigi er þetta mjög klístrað en hafið trú á þessu!
3.Skafið blönduna í formið og setjið örlítið smjör á fingurna og þjappið niður í formið. Kælið.
4.Þegar bitarnir eru orðnir kaldir þarf að skera þá, ég hafði mína ca. 3 x 7cm.
5.Skiptið 200g af hvítum súkkulaðidropum í litlar skálar. Setjið 1 tsk af olíu í skál ásamt gel matarlit og setjið í örbylgjuna á miðlungs hita. Athugið að ekki er hægt að lita súkkulaði með fljótandi matarlit. Setjið tímann á 20 sek og hrærið á milli. Ég vinn bara einn lit í einu þannig að ég klára að dýfa 1/3 af draugunum í súkkulaðið.
6.Þegar súkkulaðið er bráðið og liturinn samlagaður dýfið þá hverjum draug í það. Skreytið með súkkulaðiperlum. Endurtakið með hina litina.
7.Ef vill getið þið brætt súkkulaði eða notað svartan gel lit til að gera munna og punkta í augun.

Nú eru mörg farin að telja niður í Hrekkjavökuna sem er á næsta leyti. Afmæli og partý með Hrekkjavöku þema eru sérlega vinsæl á þessum árstíma og skemmtilegar veitingar auðvitað númer eitt! Þessi skrímsli er alveg ótrúlega auðveld í gerð, þetta er bara smá dund sem hægt er að gera með góðum fyrirvara. Ég dýfði þeim í litað hvítt súkkulaði og notaði súkkulaðiperlurnar sem augu. Ég notaði svo svartan gel penna sem fást víða til að gera munn en það er sannarlega líka hægt að nota suðusúkkulaði í það, það er hægt að skreyta skrímslin á hvaða hátt sem ykkur dettur í hug.

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Nóa Síríus.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.