Innihaldslýsing

90g mjúkt smjör
90g jurtaolía
1 og 1/4 bolli ljós púðursykur
3 stór egg við stofuhita
2 tsk vanilludropar
2 og ¼ bolli hveiti
2 og ¼ tsk lyftiduft
½ tsk sjávarsalt
1 bolli mjólk
5 Kremkex kökur frá Frón
Klassíska góða Kremkexið sem við öll þekkjum er dásamlegt eitt og sér með góðu kaffi en það er einnig hægt að nota það í bakstur eins og ég geri hér....

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 170°C blástur
2.Setjið þurrefni saman í skál og hrærið í með gaffli, setjið til hliðar.
3.Myljið kexið fínt í matvinnsluvél og setjið til hliðar.
4.Setjið smjör og olíu í skál ásamt púðursykrinum. Þeytið vel, bætið 1 eggi við í einu þar til blandan er létt og ljós. Bætið vanilludropum út í og hrærið saman við.
5.Setjið ca. 1/3 af þurrefnunum út í eggjablönduna ásamt helmingnum af mjólkinni og hrærið, endurtakið þar til allt er komið saman í skálinni, varist að hræra of mikið.
6.Bætið kexinu út í að síðustu.
7.Skiptið á milli tveggja 18cm forma og bakið í 40-45 mín, fer eftir ofnum en botnarnir eru tilbúnir þegar prjóni sem stungið er í þá kemur upp hreinn.
8.Samsetning tertunnar:
9.Skerið botnana í tvennt langsum þannig að það verði 4 botnar.
10.Setjið kremið í sprautupoka með kringlóttum stút.
11.Setjið einn botn á kökudisk, smyrjið þunnu lagi af kremi á botninn og sprautið kanti á botninn. Setjið 1/3 af eplafyllingunni á botninn og smyrjið að kremkantinum. Leggið annan botn ofan á og endurtakið þar til fjórði botninn er lagður ofan á. Smyrjið þunnu lagi af kremi á hliðarnar og ofan á toppinn og skafið vel þannig að það sjáist í botnana en þannig það hefur verið fyllt upp í samskeytin. Kælið vel.
12.Smyrjið kremi neðst á kökuna og þjappið muldu kremkexi yfir.
13.Skreytið með hverju sem ykkur dettur í hug. Ég setti krem doppur hringinn ásamt grænu epli sem ég penslaði með sítrónusafa. Hann kemur í veg fyrir að eplið brúnist. Ég setti einnig kanilstangir og smá haustgrein.

Klassíska góða Kremkexið sem við öll þekkjum er dásamlegt eitt og sér með góðu kaffi en það er einnig hægt að nota það í bakstur eins og ég geri hér. Þetta er haustleg og ljómandi góð terta sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Hún er ekki flókin en það þarf smá natni við hana en það er alveg þess virði. Það er gott vanillubragð af botnunum sem tóna sérlega vel við eplafyllinguna og karamellukremið. Þessa verðið þið að prófa fyrir næsta tilefni!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Ísam.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.