Innihaldslýsing

200g hreinn rjómaostur frá MS
1 dós rjómaostur með karamellíseruðum lauk frá MS
1 dós niðursoðnir tómatar saxaðir
100g saxað ferskt spínat
1 laukur saxaður smátt
2-3 msk taco krydd
200g rifinn cheddar frá MS
Rifin mexíkósk ostablanda, magn eftir smekk
1 tómatur saxaður + saxað spínat til skrauts
Saltaðar nachos flögur
Já halló! Eurovison tímabilið hafið og þessi ídýfa er nákvæmlega það sem þú þarft í partýið. Ótrúlega einfalt að henda henni saman og hita upp í ofninum. Svo má bara...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 185°C blástur
2.Blandið saman í skál; rjómaostunum, söxuðum lauk, tómötum, spínati, 120g af cheddarostinum og kryddum. Blandið saman með sleikju og setjið í miðlungsstórt eldfast mót. Stráið restinni af cheddar ostinum yfir ásamt rifinni mexíkóskri ostablöndu eftir smekk
3.Bakið í ofninum í 25-30 mín. Takið út og látið bíða í örfáar mínútur.
4.Toppið með söxuðum tómat og spínati, berið fram með nachos flögum

Já halló! Eurovison tímabilið hafið og þessi ídýfa er nákvæmlega það sem þú þarft í partýið. Ótrúlega einfalt að henda henni saman og hita upp í ofninum. Svo má bara dýfa hversu sem ykkur dettur í hug í fatið. Ídýfan samanstendur af allskonar dásamlegum ostum, kryddum og söxuðu spínati sem gerir svo mikið! Hér nota ég hreinan rjómaost, rjómaost með karamellíseruðum lauk, rifnum cheddar ásamt nýju rifnu mexíkósku ostablöndunni frá MS. Ótrúleg bragðsprengja sem mun sannarlega slá í gegn. Það er ekkert hér sem getur klikkað!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Gott í matinn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.