Innihaldslýsing

1 baguette brauð í stærra lagi
1 dl ólífuolía
Bruschetta #1
1 krukka vegan tómat pestó frá Sacla
4 tómatar saxaðir smátt
20 svartar ólífur saxaðar
1 msk ólífuolía
Sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk
1 lúka fersk basilíka söxuð
Bruschetta #2
1 meðalstór rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
400g flúðasveppir, skornir í þunnar sneiðar
2 hvítlauksrif söxuð smátt
2 tsk þurrkað timian
2 msk balsamik edik
Salt og pipar eftir smekk
Ólífuolía
Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...

Leiðbeiningar

1.Skerið brauðið í skáhallt í sneiðar og penslið með ólífuolíu.
2.Grillið á grillpönnu eða í ofni þar til sneiðarnar eru gylltar
3.Bruschetta #1
4.Saxið tómatana og ólífurnar smátt. Kryddið með ólífuolíu, ferskri basiliku, salti og pipar.
5.Smyrjið helminginn af brauðsneiðunum með pestóinu og skiptið tómatblöndunni á milli sneiðanna. Toppið með saxaðri basiliku og sjávarsalti
6.Bruschetta #2
7.Skerið laukinn og sveppina í þunnar sneiðar. Hitið ólífuolíu á pönnu og setjið sveppina og laukinn út á. Þegar það er farið að mýkjast og brúnast aðeins setjið balsamik edik út á, ásamt timian, salti og pipar. Látið steikjast á pönnunni við vægan hita þar til laukurinn er farinn að karamellíserast og sveppirnir orðnir vel steiktir.
8.Skiptið sveppablöndunni á milli sneiðanna og dreifið smávegis af ólífuolíu og sjávarsalti yfir.

Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur tegundum af ljúffengum fyllingum sem henta flestum. Þær eru fallegar á borði og sóma sér vel í hvers kyns veislur, saumaklúbba eða matarboðið. Þessi uppskrift miðast við ca. 20 snittur en það er lítið mál að stækka uppskriftina fyrir stærri tilefni.

Annars vegar nota ég gómsæta vegan tómatpestóið frá Sacla ásamt söxuðum tómötum, ólífum og kryddum. Hinsvegar er ég með hægeldaða sveppi, karamellíseraðan rauðlauk, balsamedik og krydd.

 

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við ÍSAM ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.