Innihaldslýsing

250 g tagliatelle
1 pakki risarækjur
1 tsk cajun krydd
1 msk smjör
1 msk ólífuolía
1 lítill laukur, saxaður
5 hvítlauksrif, söxuð
SÓSA:
300 ml rjómi
2 tsk cajun krydd
1 tsk sítrónupipar
2 tsk paprikukrydd
1 tsk chilíkrydd
2 tsk sykur
2 tsk oregano
1 msk sítrónusafi
parmesan
60 ml af pastavatninu
Snilldar pastaréttur sem gleður mestu matgæðinga!

Leiðbeiningar

1.Sjóðið pasta skv. leiðbeiningu á pakkningu.
2.Þerrið risarækjurnar og kryddið með cajunkryddi.
3.Látið smjör og ólífuolíu á pönnu og steikið risarækjurnar við háan hita í um 1-2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni.
4.Á sömu pönnu steikið þið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er orðinn glær.
5.Bætið rjómanum saman við og látið malla við vægan hita. Bætið kryddum saman við og látið malla aðeins áfram.
6.Bætið pasta, pastavatni og sítrónusafa saman við og veltið saman.
7.Bætið risarækjum saman við og látið parmesan yfir allt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.