Kjúklingaréttur frá Marokkó
Kjúklingaréttur frá Marokkó

Innihaldslýsing

700 g kjúklingabringur eða læri, t.d. frá Rose Poultry
3 msk hveiti
2 rauðlaukar
2 tsk kanill
1 msk kjúklingakraftur, t.d. frá Oscar's
4 1/2 dl soðið vatn
3/4 dl rúsínur
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
safi af 1/2 sítrónu
30 g ristaðar furuhnetur
ólífuolía
salt og pipar
handfylli af ferskri steinselju eða kóríander
Uppskrift fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklinginn í litla munnbita.
2.Setjið hveiti, salt og pipar í skál og veltið kjúklingabitunum uppúr blöndunni.
3.Hitið 2 msk af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er orðinn gylltur að lit. Takið af pönnunni og geymið.
4.Skerið rauðlauk í þunnar sneiðar. Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlaukinn við lágan hita í um 10 mínútur.
5.Bætið því næst kanil, kjúklingabitum, rúsínum, sítrónuberki og kjúklingasoði. Látið malla í 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið.
6.Bætið við meira vatni ef þörf er á.
7.Setjið að lokum sítrónusafa, saxað kóríander eða steinselju og ristaðar furuhnetur saman við.
8.Berið fram með naan, hrísgrjónum og góðri jógúrtsósu.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.