Innihaldslýsing

180g Kremkex frá Frón
60g brætt smjör
Nokkur sjávarsaltkorn
Fylling:
1 stór dós vanilluskyr
60g flórsykur
1 tsk vanilludropar
150g rjómi, stífþeyttur
Hindberjablanda:
4 matarlímsblöð
200g frosin hindber
Börkurinn af 1 lime og safinn af 1/2
Börkur af 1 sítrónu og safinn af 1/2
50g sykur
2 msk maísenamjöl
Lime og sítrónubörkur raspaður yfir
Flórsykur
Fersk hindber til skrauts
Ef einhver eftirréttur eða kaka kemur með sólina þá er það þessi. Bragðgóð og fersk og passar sérlega vel á hvaða veisluborð sem er. Hindberin passa sérlega vel með sítrónu og lime og leynivopnið er klárlega hið klassíska kremkex frá Frón sem við þekkjum öll. Það passar einstaklega vel í ostaköku og skyrkökubotna eins og...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að setja kexið í matvinnsluvél ásamt salti og vinnið smátt. Bræðið smjörið og blandið saman við kexið.
2.Setjið bökunarpappír í botninn á 18cm smelluformi og setjið kexblönduna ofan í. Þjappið vel og kælið á meðan fyllingin er gerð.
3.Setjið matarlímið í kalt vatn. Setjið hindber í pott ásamt sykri, sítrónu og lime safa ásamt berki, maísena mjöli og matarlímsblöðum þegar þau hafa mýkst upp.
4.Hitið allt saman, stappið berin aðeins í pottinum og látið malla í nokkrar mínútur á vægum hita. Takið pottinn af hellunni og setjið sigti yfir skál. Þrýstið hindberjablöndunni í gegnum sigtið og reynið að ná eins miklum vökva og hægt er. Skiljið hratið eftir. Kælið niður í stofuhita.
5.Setjið skyrið í skál ásamt flórsykri og vanillu og þeytið með písk. Stífþeytið rjómann í annarri skál og setjið til hliðar.
6.Blandið hindberjablöndunni í skyrið með písknum, þegar það er samlagað, blandið þá rjómanum varlega saman við með sleikju.
7.Takið kexbotninn úr kæli, hellið skyrblöndunni yfir og sléttið úr yfirborðinu með beygðum spaða eða skeið. Setjið aftur í kæli og kælið í minnst 6 tíma eða yfir nótt.
8.Takið kökuna úr kæli og færið á disk, skreytið með ferskum hindberjum, dustið smá flórsykri yfir og skreytið með nýröspuðum lime og sítrónuberki.

Ef einhver eftirréttur eða kaka kemur með sólina þá er það þessi. Bragðgóð og fersk og passar sérlega vel á hvaða veisluborð sem er. Hindberin passa sérlega vel með sítrónu og lime og leynivopnið er klárlega hið klassíska kremkex frá Frón sem við þekkjum öll. Það passar einstaklega vel í ostaköku og skyrkökubotna eins og hér þar sem það er milt á bragðið og vanillan á vel við svo margt.

Kakan er ekki flókin í gerð en það þarf að gefa sér smá tíma í hana og gera ráð fyrir því að það þarf góðan tíma í kælinguna.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Ísam.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.