Innihaldslýsing

4x 170g hamborgarar
4 hamborgarabrauð, ég notaði kartöflubrauðin
Salt og pipar
1 Dala hringur frá MS
12 laukhringir (ég djúpsteikti þá hér en einnig hægt að ofnbaka)
8 beikonsneiðar, eldaðar stökkar
Tómatsneiðar
Súrar gúrkur
Rauðlaukur skorinn í sneiðar
Lambhagasalat
Majónes og Bbq sósa
Franskar, ég notaði vöfflufranskar
Sýrður rjómi með graslauk og lauk
Hamborgarar hafa alltaf verið mitt allra mesta uppáhald og eitt sinn birtist við mig viðtal í tímaritinu Vikunni þar sem fyrirsögnin var “Vandræðalega veik fyrir hamborgurum”. Sönn saga! Þetta er...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að taka út hamborgarana og krydda með salti og pipar.
2.Steikið beikonið og djúpsteikið eða ofnbakið laukhringina.
3.Hitið grillið mjög vel, setjið borgarana á grillið og passið að loka alltaf grillinu til að hitinn haldist sem mestur.
4.Skerið ostinn þversum þannig að hringurinn haldi sér.
5.Snúið við borgurunum og steikið áfram, rétt áður en þeir verða klárið setjið þið ostinn á og lokið grillinu. Leyfið ostinum að bráðna vel en samt án þess að hann leki út um allt.
6.Hitið brauðin á grillinu.
7.Samsetning: Botnbrauð, bbq sósa, súrar gúrkur, rauðlaukssneiðar, hamborgarabuff, salat, tómasneiðar, beikon, laukhringir, majónes á toppbrauðið og loka.
8.Best með einhverjum góðum frönskum og ísköldum bjór (nú eða bara einhverjum öðrum ísköldum drykk). Ég dýfði frönskunum í sýrða rjómann með graslauk og lauk og það er alveg geggjað kombó!

Hamborgarar hafa alltaf verið mitt allra mesta uppáhald og eitt sinn birtist við mig viðtal í tímaritinu Vikunni þar sem fyrirsögnin var “Vandræðalega veik fyrir hamborgurum”. Sönn saga! Þetta er bara svo fjölbreyttur matur og hamborgari og hamborgari er bara ekki það sama! Endalausir möguleikar í samsetningum og þetta þarf ekkert að vera næringarsnauð máltíð, nema síður sé.

Þessi útgáfa er bara með þeim allra bestu þó ég segi sjálf frá. Stórir borgarar, grillaðir á miklum hita á gasgrilli og á milli set ég m.a laukhringi og stökkt beikon. Það allra besta er svo Dala hringurinn sem fer ofan á buffið. Ég sker ostinn þvert í sneiðar og grilla með síðustu sekúndurnar. Þvílíkt og annað eins gúmmelaði, þetta er klárlega borgari sumarsins!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við MS Gott í matinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.