Innihaldslýsing

2 1/2 bolli grófir hafrar frá Rapunzel
1 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
2 1/2 bolli Oatly lífræn haframjólk
1/2 tsk sjávarsalt
2 msk möluð lífræn chia fræ
2 tsk vanilludropar
1/4 bolli hlynsíróp frá Rapunzel
2 lífræn epli söxuð smátt
1 lúka lífrænar möndlur, saxaðar
Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C blástur
2.Takið fram eldfast mót, setjið þurrefni í formið og blandið saman með gaffli
3.Hellið haframjólkinni yfir ásamt vanilludropum og hlynsírópi, blandið með gafflinum.
4.Dreifið söxuðum eplum yfir og blandið saman við hafrana. Stráið söxuðum möndlum yfir og bakið í miðjum ofni í 35 mín ca.
5.Það má vel frysta svona graut eða setja í box í kæli og nýta í nesti. Frábært meal prep!

Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað saman í fatinu. Til hátíðabrigða toppa ég hann með þeyttum Oatly rjóma og smá hlynsírópi en við það verður hann extra mikill lúxus morgunverður, nú eða snarl.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.