Innihaldslýsing

1 pakki Lágkolvetna vöfflur frá Kötlu
12 sneiðar beikon
2 stórir þroskaðir tómatar
2-3 avacado
salatblöð
salt og pipar
sósa:
1 dl mayonnaise
2 msk sýrður rjómi
2 tsk dijon sinnep
Gerir um 4 samlokur

Leiðbeiningar

1.Bakið vöfflurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Ég mæli með að nota rjómaost. Ég notaði belgískt vöfflujárn en hefðbundið gengur alveg. Smyrjið vöfflujárnið vel og steikið vöfflurnar aðeins lengur en þessar hefðbundnu og opnið ekki vöfflujárnið of snemma.
2.Blandið hráefnum fyrir sósuna saman í skál.
3.Steikið beikon. Skerið avacado og tómata í sneiðar.
4.Smyrjið sósu á einn fjórðung úr vöfflu. Látið salat, avacado, tómata og beikon og saltið örlítið. Leggið næstu vöfflusneið yfir og endurtakið.

 

Færslan er unnin í samstarfi við Kötlu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.