Innihaldslýsing

HAFRAGRAUTUR YFIR NÓTT:
40 g OTA haframjöl (ég notaði grófa hafra en bæði gengur)
1 msk chia fræ
1 msk hörfræ
1 tsk kanill
180 ml möndlumjólk
JÓGÚRTBLANDA:
150 g grísk jógúrt
1 msk hlynsíróp (eða hunang)
BLÁBERJATOPPUR:
190 g frosin bláber
1 msk chiafræ
fínrifinn börkur af sítrónu
Fyrir 2

Leiðbeiningar

1.Látið bláberin í pott og hitið við vægan hita í um 10 mínútur. Takið af hitanum, stappið með gaffli og bætið chiafræjum saman við. Geymið.
2.Blandið öllum hráefnunum fyrir hafragrautinn saman og látið í krukkur.
3.Blandið agave sírópi og grískri jógúrt saman og setjið yfir hafragrautinn.
4.Endið á að láta bláberjamaukið jógúrtið og rífið að lokum sítrónubörk yfir allt.
5.Lokið krukkunum og geymið í kæli yfir nótt.
Færslan er unnin í samstarfi við OTA SOLGRYN

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.