Innihaldslýsing

200g heilhveiti kex
85g brætt ósaltað smjör
50g sykur
200g Suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
160g Suðusúkkulaði 70% dökkt frá Nóa Síríus
240g rjómi
60g mjúkt ósaltað smjör við stofuhita
Saltaðar pistasíuhnetur, magn eftir smekk
Fersk hindber
Fersk rifsber
Í tilefni af alþjóðlega súkkulaðideginum þann 13. september er einstaklega viðeigandi að útbúa gott súkkulaðitart og nota til þess almennilegt súkkulaði. Það er sérlega mikilvægt að nota hágæða súkkulaði og það í dekkri kantinum. Ég nota 45% suðusúkkulaði ásamt 70% súkkulaði frá Nóa Síríus. Uppskriftin er einföld og það tekur í sjálfu sér ekki langan...

Leiðbeiningar

1.Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Bræðið smjörið. Setjið kexið í skál ásamt sykri og hrærið. Setjið smjörið saman við og blandið saman með sleikju. Áferðin á að vera lík blautum sandi.
2.Þjappið kexblöndunni í 24cm bökuform, bæði botn og upp á hliðar. Kælið á meðan fyllingin er útbúin.
3.Saxið súkkulaðið smátt og setjið í hitaþolna skál. Skerið smjörið í bita og setjið yfir súkkulaðið. Hellið rjómanum í lítinn pott og hitið að suðu en varist að láta rjómann sjóða. Hellið heitum rjómanum yfir súkkulaðið og leggið disk yfir. Látið bíða í 5 mínútur
4.Takið diskinn af skálinni og hrærið saman með sleikju þar til súkkulaðiblandan er orðin slétt með silkikenndri áferð. Takið botninn úr kæli og hellið súkkulaðiblöndunni yfir botninn. Setjið aftur í kæli í að minnsta kosti 4 tíma eða yfir nótt.
5.Takið úr kæli og skreytið með hnetum og berjum. Það er hægt að útbúa þetta tart með góðum fyrirvara og skreyta rétt áður en það er borið fram.

Í tilefni af alþjóðlega súkkulaðideginum þann 13. september er einstaklega viðeigandi að útbúa gott súkkulaðitart og nota til þess almennilegt súkkulaði. Það er sérlega mikilvægt að nota hágæða súkkulaði og það í dekkri kantinum. Ég nota 45% suðusúkkulaði ásamt 70% súkkulaði frá Nóa Síríus. Uppskriftin er einföld og það tekur í sjálfu sér ekki langan tíma að útbúa þetta tart. Ég mæli með því að skreyta kökuna með berjum og hnetum og það er vel hægt að nota hvaða ber sem er eða hvaða hnetur sem er. Að þessu sinni valdi ég fallega rauð rifsber og hindber ásamt söltuðum pistasíum og það setti algjörlega punktinn yfir i-ið. Gleðilegan súkkulaðidag!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Nóa Siríus

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.