Innihaldslýsing

1 lítil sæt kartafla
1/2 rófa
Sellerírót eftir smekk
3 meðalstórar gulrætur
Nokkrir brokkolíbrúskar
10 cm bútur af blaðlauk
Smjör til að smyrja mótið
3 egg
2 - 3 dl rjómi frá Örnu
2 -3 dl nýmjólk frá Örnu
salt og pipar
1 hvítlauksostur frá Örnu
1 poki mozzarella með hvítlauk frá Örnu
Þessi réttur er alveg frábær einn og sér með góðu ristuðu brauði eða sem meðlæti. Hvítlauksostarnir gefa réttinum góða fyllingu ásamt því að gefa honum dásamlegt bragð. Það er snjallt að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum og ekkert heilagt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega hvað það varðar. Ég miða við að grænmetið fylli...

Leiðbeiningar

1.Skerið grænmetið í bita, það má að sjálfsögðu skipta út grænmeti eða sleppa því sem ykkur hugnast ekki. Ég miða við að magnið fylli eitt eldfast mót í stærra lagi.
2.Smyrjið formið að innan með smjörinu
3.Hrærið saman í skál, eggjum, mjólk, rjóma og salti og pipar. Rífið niður hvítlauksostinn á rifjárni.
4.Dreifið hvítlauksostinum yfir grænmetið og hellið eggja/rjómablöndunni yfir grænmetið og toppið með mozzarellaostinum. Ég set fyrst 2 dl af hvoru, rjóma og mjólk en það er ágætt að bæta aðeins við ef fatið er mjög stórt.
5.Bakið við 200°C í 45 mín, hyljið fatið með álpappír ef osturinn fer að dökkna um of.

Þessi réttur er alveg frábær einn og sér með góðu ristuðu brauði eða sem meðlæti. Hvítlauksostarnir gefa réttinum góða fyllingu ásamt því að gefa honum dásamlegt bragð. Það er snjallt að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum og ekkert heilagt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega hvað það varðar. Ég miða við að grænmetið fylli nánast ofnfast mót af stærri gerðinni og sker það í munnbita.

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.