Innihaldslýsing

800g nýjar íslenskar kartöflur með hýði
8 beikonsneiðar, þykkar og skornar í litla bita
1 rauðlaukur saxaður
2 hvítlauksgeirar smátt saxaðir
1/2 bolli vatn
1 tsk kjúklingakraftur (duft)
1/2 bolli eplaedik
1 msk hrásykur eða hunang
1 rúmleg tsk af dijon sinnepi
1/2 tsk paprika
1 tsk sjávarsalt
1/2 tsk nýmulinn svartur pipar
1 krukka Salatostur frá Örnu
2-3 msk söxuð fersk steinselja
2 vorlaukar saxaðir
Þetta dásamlega og haustlega kartöflusalat er tilbrigði við þýska útgáfu af kartöflusalati. Þessi réttur getur vel staðið einn og sér sem smáréttur en einnig dásamlegt meðlæti. Nú eru allar verslanir stútfullar af nýjum íslenskum kartöflum og því skræli ég t.d ekki kartöflurnar í þennan rétt. Dressingin passar ótrúlega vel saman við kartöflurnar og fetaosturinn frá...

Leiðbeiningar

1.Skerið hverja kartöflu í 8 bita. Sjóðið í söltu vatni þar til þær eru orðnar rétt svo soðnar í gegn.
2.Skerið beikonið í bita og steikið upp úr 1 tsk af fetaolíu þar til það er stökkt. Takið til hliðar og þerrið á pappír.
3.Steikið rauðlaukinn og hvítlaukinn upp úr feitinni eftir beikonið á miðlungs hita, gætið þess að brenna ekki laukinn. Eftir 4-5 mín setjið þið vatn, kraft, eplaedik, hrásykur, dijon sinnep og krydd út á pönnuna og sjóðið niður í 5 mín eða þar til helmingurinn af vökvanum er gufaður upp.
4.Hellið vatninu af kartöflunum og setjið þær út á pönnuna. Veltið þeim upp úr dressingunni, bætið beikoni út í ásamt fetaosti og saxaðri steinselju.
5.Veltið saman á pönnunni með spaða eða sleif þar til fetaosturinn hefur bráðnað lítillega.
6.Setjið salatið í skál og dreifið söxuðum vorlauk yfir og jafnvel aðeins meiru af ferskri steinselju.
7.Berist fram heitt.

Þetta dásamlega og haustlega kartöflusalat er tilbrigði við þýska útgáfu af kartöflusalati. Þessi réttur getur vel staðið einn og sér sem smáréttur en einnig dásamlegt meðlæti. Nú eru allar verslanir stútfullar af nýjum íslenskum kartöflum og því skræli ég t.d ekki kartöflurnar í þennan rétt. Dressingin passar ótrúlega vel saman við kartöflurnar og fetaosturinn frá Örnu er algjört lykilatriði!

Gleðilegt haust!

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.