Innihaldslýsing

2 pakkningar Goða grísahnakkasneiðar með papriku, kóríander, chili og karrý
1 búnt ferskur aspas
ólífuolía og sjávarsalt
1 þroskað mangó
rauð vínber
fersk bláber
Grísakjöt og ávextir passa svo vel saman og hér er ég með bragðmikla kalda piri piri sósu og grillaðan aspas með. Þetta er alveg ótrúlega einföld eldamennska og ég held að ég hafi átt hraðamet í eldamennsku kvöldsins. Grísasneiðarnar taka örskamma stund á grillinu enda beinlausar og tilbúnar beint úr pakkningunni. Meðlætið er sérlega einfalt...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita grillið.
2.Brjótið neðri hluta stilkanna af aspasnum og setjið á álpappírsörk. Dreifið smá ólífuolíu yfir og sjávarsalti.
3.Setjið kjötsneiðarnar beint á grillið úr pakkningunni og setið álpappírinn með aspasnum á grillið á sama tíma.
4.Snúið kjötinu við eftir 3-4 mín en fylgist vel með þó.
5.Salatið: Afhýðið mangóið og skerið það í teninga. Skolið vínber og bláber og skerið vínberin til helminga og blandið saman í skál.
6.Þegar kjötið er tilbúið látið það hvílast í örskamma stund áður en það er borið fram.

Grísakjöt og ávextir passa svo vel saman og hér er ég með bragðmikla kalda piri piri sósu og grillaðan aspas með. Þetta er alveg ótrúlega einföld eldamennska og ég held að ég hafi átt hraðamet í eldamennsku kvöldsins. Grísasneiðarnar taka örskamma stund á grillinu enda beinlausar og tilbúnar beint úr pakkningunni. Meðlætið er sérlega einfalt og fljótlegt og maturinn kominn á borðið á korteri. En auk þess að vera fljótlegt þá er þetta virkilega næringarríkur og hollur matur sem gaman og fallegt er að bera fram.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Kjarnafæði – Norðlenska hf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.