Innihaldslýsing

1 rauðkál (ca. 1 1/2 kg)
1 laukur
2 epli
75 g andafita eða smjör
1 tsk negull, malaður
1 tsk allrahandakrydd
1/2 tsk pipar
1 1/2 dl rauðvín
1/2 dl balsamikedik
1 appelsína
2 1/2 dl rifsberjasaft
1 1/2 dl edik
1 tsk salt
1/2 dl sykur

Leiðbeiningar

1.Saxið rauðkálið. Skerið lauk í þunnar sneiðar. Afhýðið eplin og skerið í þunna báta.
2.Látið smjörið í pott og steikið rauðkál, lauk og epli þar til það er farið að mýkjast.
3.Setjið kryddin saman við ásamt rauðvíni og balsamikediki. Hrærið vel saman og látið malla í 15 mínútur.
4.Fínrífið börkinn af appelsínunni og látið saman við ásamt safa úr appelsínunni.
5.Látið þá edik,berjasaft, salt og sykur saman við. Látið malla í 1 klst.
6.Setjið rauðkálið í krukku og þegar hættir að gufa úr rauðkálinu setjið þá lokið á. Geymið í kæli í allt að mánuð.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.