Innihaldslýsing

4 dl brauðhveiti, ég nota Kornax bláa
1 msk sykur
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk þurrger
1 dl volgt vatn
1 dl grísk jógúrt hrein, frá Örnu
2 msk ólífuolía
1 poki Mozzarella með hvítlauk frá Örnu
þurrkað kóríander eftir smekk
Þessi naan brauðs uppskrift hefur fylgt mér í mörg, mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Hérna er ég hinsvegar búin að fylla þau með mozzarellaosti með hvítlauk og það færir brauðin alveg upp á annað stig. Þvílíkt og annað eins gúrm! Það má vel borða þau bara eins og sér en vissulega eru...

Leiðbeiningar

1.Blandið saman þurrefnum. Setjið volgt vatn, jógúrt og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur þar til deigið er samfellt og slétt.
2.Mótið deigið í kúlu og hefið undir rökum klút eða plastfilmu í 40 mín.
3.Útbúið hvítlaukssmjörið og setjið það til hliðar.
4.Takið bút af deiginu af stærð sem samsvarar kúlu sem er aðeins stærri en golfkúla.
5.Mótið bútinn í kúlu, fletjið hana svo aðeins út með höndunum og setjið ost eftir smekk í miðjuna og stráið smá þurrkuðu kóríander yfir ostinn. Lokið kúlunni með því að klessa saman hliðarnar að miðju. Setjið sauminn niður og fletjið út með kökukefli, mér finnst best að hafa brauðið aðeins ílangt.
6.Hitið þurra pönnukökupönnu (eða aðra pönnu, breytir engu) og bakið eitt brauð í einu, snúið við þegar botninn er farinn að dökkna. Mér finnst best að baka þau frekar mikið en það er algjört smekksatriði. Penslið brauðin strax með hvítlaukssmjörinu. Berið fram þegar allt deigið hefur verið bakað.

Þessi naan brauðs uppskrift hefur fylgt mér í mörg, mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Hérna er ég hinsvegar búin að fylla þau með mozzarellaosti með hvítlauk og það færir brauðin alveg upp á annað stig. Þvílíkt og annað eins gúrm! Það má vel borða þau bara eins og sér en vissulega eru þau alveg fullkomin með öllum indverskum mat.

Það er hægt að margfalda uppskriftina en hún er í minni kantinum. Það má frysta deigið óbakað en einnig er hægt að fyrsta brauðin bökuð en þá sleppum við að setja hvítlaukssmjörið á.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.