Allra bestu smákökurnar?

Home / Allra bestu smákökurnar?

Uppskriftina* að þessum súkkulaðibitakökum rakst ég á um daginn og þar sem því var haldið fram að þessi uppskrift væri sú allra allra allra besta. Það hljómar náttúrulega ofurvel og því ákvað ég að henda í þessa uppskrift í dag þegar að löngunin í eitthvað sætt (og pínu jóló (nei ég sagði þetta ekki!!!!)) kom yfir mig. Nema hvað þegar ég er komin langleiðina áfram í bakstrinum rekst ég á að þær séu bestar fái þær að bíða í kæli í einn til þrjá sólahringa!!!!! Einmitt, ég var svo ekki að fara að bíða til morguns, hvað þá lengur. Þannig að hunsun var beitt á þess setningu og haldið áfram.
Afraksturinn voru stökkar og dásamlega bragðgóðar súkkulaðibitakökur sem ég er ekki viss að geti orðið betri, en kannski ég prufi að bíða næst og sjá hvað gerist. Ég hvet ykkur til að prufa þessar og leyfi ykkur að dæma um það hvort þetta séu þær allra bestu. Eitt er víst að góðar eru þær!

supa-5supa-7

Súkkulaðibitasmákökur
ca. 32 stk
470 g hveiti
2 msk maizenamjöl
1 ½  tsk lyftiduft
1 ¼ tsk matarsódi
1 ¼ tsk salt
280 g smjör, mjúkt
200 g sykur
250 g púðusykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
200 g súkkulaði, saxað

  1. Hrærið saman sykri, púðursykri og smjöri þar til blandan er orðin létt og ljós eða í kringum 3-5 mínútur. Bætið út í einu eggi í einu og látið síðan vanilludropa saman við. Blandið saman í skál hveiti, sterkju, lyftidufti, matarsóda og salti. Hrærið það síðan smátt og smátt saman við hitt en varist að hræra of lengi. Bætið súkkulaðinu saman við.
  2. Fyrir þá sem hafa þolinmæði í þennan partlátið plastfilmu yfir skálina og geymið í amk. sólahring í kæli.
  3. Fyrir okkur hin að þá mótum við litlar kúlur úr deiginu, látum á smjörpappír með góðu bili á milli. Gott er að strá sjávarsalti yfir kökurnar – en það fer eftir smekk hvers og eins hvort því sé sleppt.
  4. Bakið í 12-15 mínútur við 175°c.  Leyfið þeim að kólna lítillega og njótið!

*Breytt uppskrift úr new york times

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.