BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

Home / BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

Ég er stórkostlegur kjúklingasalats “lover” enda er þetta matur sem er ótrúlega einfalt að gera, að mestu hollur og sjúklega bragðgóður. Eitt kvöldið gerði fjölskyldan þetta dásemdar BBQ kjúklingasalat með mangó, agúrkum, papriku, fetaosti og valfrjálst hvort nachos fylgdi með eða ekki. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Hér borðuðu allir matinn sinn með bestu lyst og báðu svo um meira.

Flottur matur til að gera þegar tíminn er af naumum skammti en ykkur langar engu að síður í eitthvað agalega gott. Tekur um 15 mínútur í gerð og hægt að dressa upp með einu hvítvínsglasi. Njótið!

IMG_1736-4

Litríkt og ljúffengt toppað með nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
2-3  kjúklingabringur, skornar í litla bita, t.d. frá Rose Poultry
5 msk Hunt’s Honey mustard BBQ sósa
1-2  mangó, skorin í teninga
1 paprika, skorin í bita
1/2 agúrka, skorin í litla bita
1 rauðlaukur, sneiddur í þunnar sneiðar
200 g klettasalat, t.d. klettasalat frá Hollt og gott
1 krukka fetaostur
nachos flögur

 

  1. Steikið kjúklinginn upp úr BBQ sósunni. Takið síðan til hliðar og kælið lítillega.
  2. Setjið klettasalat, agúrku, papriku, rauðlauk, mangó og kjúklingabringurnar saman í skál. Hellið fetaostinum yfir og örlítið af olíunni. Ef þið viljið má svo mylja nachos flögur yfir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.