Bjórmarinerað nautakjöt

Home / Bjórmarinerað nautakjöt

Hér er á ferðinni marinering fyrir nautakjöt sem er nú með þeim betri, þar sem bjórinn setur hreinlega punktinn yfir i-ið og gerir kjötið lungnamjúkt. Leyfið þessu að liggja í einfaldri marineringunni í að minnsta kosti 6 tíma og þið eruð komin með uppskrift sem erfitt er að gleyma. Njótið vel.

 

img_5987

Kjöt á diskinn minn!

Bjórmarinerað nautakjöt
800 g nautalund

Bjórmarinering
1 stór laukur, skorinn í sneiðar
2 hvítlauksrif, pressuð
1 ¼ dl ólífuolía
2 ½ dl bjór
1 ¼ dl límónusafi
2 msk púðusykur
1 msk worchestershire sósa

  1. Léttsteikið lauk og hvítlauk í olíu. Takið af hitanum og setjið saman við hin hráefnin fyrir marineringuna. Blandið öllu vel saman.
  2. Setjið kjötið í marneringuna og látið liggja í kæli í 6 klst eða lengur og snúið því einu sinni við í millitíðinni. Gott er að nota poka með rennilási þegar kjöt er marinerað.
  3. Takið kjötið úr marineringunni og þerrið lítillega.
  4. Setjið olíu á pönnu og brúnið nautalundina allan hringinn. Setjið nautalundina í ofnfast mót.
  5. Látið inn í 100°c heitan ofn í 30-40 mínútur eða þar til það hefur náð um 54°c kjarnhita. Berið fram með góðu salati og t.d. rjómakartöflunum hennar Jennu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.