Fagur fiskur í sjó….
Þið þekkið eflaust öll hversu vel chilí, hvítlaukur og engifer eiga saman. Bætið kókosmjólk útí og þið eruð komin með sól og sumaryl í eldhúsið og það í október og toppið það!
Þið stjórnið því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn en hér vann ég með hálfan chilí með fræjum og það gaf réttinum gott bragð, reif aðeins í án þess að hann væri of sterkur.
Bleikja í kókosmjólk
2 flök bleikja ca 750 gr.
1 lime, safinn og fínrifinn börkurinn
2 hvítlauksrif, kramin
2 cm engifer, maukað
1/2 rauður chilí, saxað
1 lítil dós kókosmjólk
1 msk hrásykur
1 fiskiteningur
Aðferð
- Blandið saman í skál lime safa og berkinum, hvítlauk, engifer, chilí og hellið yfir fiskinn. Látið marinerast í 30 mín.
- Steikið fiskinn á pönnu á hvorri hlið í um 1 mínútu. Blandið útí marineringunni, kókosmjólkinni, hrásykri og fiskiteningi og látið malla í um 5 mínútur, eða þar til fiskurinn er fulleldaður.
- Borið fram með t.d. cous cous og góðu salati.
Leave a Reply