Bountybiti með möndlumulningi

Home / Bountybiti með möndlumulningi

Þegar kókos og súkkulaði sameinast að þá gleðjast bragðlaukar mínir.  Nú ætlum við að taka Bounty og gera það enn betra. Ójá Bountybiti úr hráfæðilínunni með möndlumulningi er ekki bara falleg sjón heldur líka æðislegt á bragðið. Þið eruð enga stund að gera þessa með góðri hjálp frá töfrasprotanum eða matvinnsluvélinni.

2013-02-27 15.27.26

2013-02-27 15.26.11Bounty með möndlumulningi
Döðlubotn
1 bolli möndlur
225 g döðlur, steinalausar og mjúkar
1 tsk vanilludropar
1/8 tsk salt
4 msk kakóduft

  1. Látið hráefnin í matvinnsluvél og blandið saman þar til það er orðið að deigkúlu.
  2. Látið í 20×20 cm form.

Kókosfylling
1 1/2 bolli kókosmjöl
2-3 msk hunang eða agave sýróp
1/3 bolli möndlumjöl
1/4 bolli kókosolía, fljótandi
klípa af salti

  1. Blandið öllu vel saman og látið í formið yfir döðlufyllinguna. Þrýstið vel niður með skeið.

Möndlumulningur
1/3 bolli möndlur með eða án hýði, gróflega saxaðar
25 g 70% súkkulaði, brætt í vatnsbaði

  1. Stráið möndlunum yfir kókosblönduna. Hellið síðan súkkulaðikreminu yfir kökuna. Skerið í bita og  njótið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.