Brownies – þær bestu!

Home / Brownies – þær bestu!

Undursamlega góðar brownies sem ég vil meina að séu þær allra bestu. Ofureinfaldar í gerð en bráðna í munni. Hægt að bæta við hnetum sé þess óskað en á mínu heimili er vinsælast að hafa þær án þeirra.

Njótið xxxx

IMG_2581

IMG_2589

IMG_2592

 

Bestu brownies
100 g smjör
2 egg
3 dl sykur
1 ½ dl hveiti
4 msk kakó
1 ½ tsk vanilludropar
hnífsoddur salt
100 g heslihnetur, saxaðar smátt (má sleppa)

  1. Bræðið smjörið og kælið.
  2. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós.
  3. Setjið hveiti, kakó, vanillusykur og salt saman í aðra skál og hellið síðan yfir í eggja og sykurblönduna.
  4. Hellið smjörin saman við blönduna.
  5. Smyrjið form eða setjið smjörpappír í það og hellið deiginu í.
  6. Bakið í 175°c heitum ofni í um 25-30 mínútur. Varist að ofbaka þær ekki því þá verða þær þurrar. Stingið prjóni í deigið og þegar ekkert deig kemur með prjóninum er kakan tilbúin.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.