Grillaðar sætkartöflur með sítrónu-kóríander dressingu

Home / Grillaðar sætkartöflur með sítrónu-kóríander dressingu

Ég er með alvarlegt sætkartöflu “fetish” og það gladdi mig því óseigjanlega þegar ég fann nýja útgáfu að þessari dásemd. Grillaðar sætkartöflur eru klárlega nýjasta æðið mitt og þessi dressing setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Réttur sem slær í gegn.

IMG_3262

 

Grillaðar sætkartöflur með sítrónu og kóríander dressingu
1 kg sætar kartöflur
3 msk ólífuolía
sjávarsalt

Dressing
15 g kóríander, ferskt
1 tsk börkur af sítrónu, fínrifinn
2 msk safi úr ferskri sítrónu eða lime
60 ml ólífuolía
sjávarsalt

  1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í báta, langsum.  Veltið upp úr ólífuolíu og saltið.
  2. Setjið öll hráefnin fyrir dressinguna saman í skál. Geymið.
  3. Setjið kartöflurnar á grillið við meðalhita og grillið á ca. 3 til 6  mínútur á hvorri hlið eða þar til kartöflurnar eru fulleldaðar.
  4. Veltið því næst grilluðu sætkartöflunum upp úr dressingunni og berið strax fram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.