Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!

Home / Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!

Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna og það sama á svo sannarlega við um góðar uppskriftir. Ég hef lengi dýrkað  Chilí mayo smáborgarana sem slógu allrækilega í gegn þegar þeir birtust fyrst, og fundist þeir bestu sem ég hef á ævinni bragðað. Svo koma þessir dásamlegu grillborgarar inn í líf mitt. Þessir chilíborgarar sem eru með rosalegri hvítlauksparmesan ostasósu eru jú með þeim betri sem ég hef bragðað. Chilíbragðið er mjög milt en gefur skemmtilegt kikk. Sósan kemur úr smiðju Rachel Ray og má einnig nota sem pastasósu, nú eða hvað annað sem ykkur dettur í hug. Allt í allt fullkomun – njótið!

IMG_3458-2

 

Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu
Gerir 3-4 hamborgara
400 g nautahakk (líka gott að blanda svínahakki og nautahakki saman 50/50)
1 skarlottulaukur
½ rautt chilí
1 hvítlauksrif
1 eggjarauða
2-3 msk af brauðraspi
2 msk tómatsósa
1 msk worcestershire
1-2 tsk paprikukrydd
1 tsk cayennpipar
salt og pipar

Meðlæti: Ostur, kál, paprika, agúrka ofl.

  1. Setjið skarlottulauk, chilí og hvítlauksrif saman í matvinnsluvél og maukið.
  2. Setjið þetta því næst í skál ásamt nautahakki, eggjarauðu, brauðraspi, tómatsósu, worcestershire, paprikukryddi og cayennepipar. Saltið og piprið.
  3. Grillið, snúið við og setjið ost á. Berið fram með hvítlauksparmesansósu.

 

Hvítlauksparmesan ostasósa
2-3 hvítlauksrif
1 msk olía
180 rjómi
2 msk smjör
½ tsk salt
2 tsk fersk steinselja, söxuð
30 g parmesan ostur, rifinn

  1. Setjið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn þar til hann er orðinn gylltur að lit. Geymið.
  2. Setjið rjóma, smjör og salt í pott og hitið upp við vægan hita og hrærið reglulega.
  3. Þegar sósan er farin að þykkjast bætið þá steinselju, hvítlauk og parmesanosti saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn. Berið strax fram með borgaranum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.